Nú verður sko sukkað!

Góðir tímar framundan.  Við erum búin að taka lán upp á 2.4 milljónir á hvert mannsbarn og auðvitað ætla ég að eyða mínum hluta í sukk og svínarí.  Kaupa mér allskyns óþarfa og hella ofan í mig rauðvíni af bestur gerð, beint af stút því að ég mun ekki nenna að opna pakkningarnar utan af kristalglösunum  sem ég mun auðvitað kaupa.  Hef líka heyrt að maður geti fengið blýeitrun af því að drekka úr kristal.  Var að reikna það út (bara fyrir þig Jenný) að fyrir þessa summu sem ég hef verið skuldsettur fyrir (og hlýtur að berast mér í formi ávísunar fljótlega) geti ég keypt einar 2500 flöskur af rauðvíni.  Ef ég drekk tvær á dag, þá get ég verið fullur í 1250 daga eða nákvæmlega þangað til ég verð fertugur.  Og hvað gerist þá?  Jú afmælispartí og meira vín. Ríkið verður eflaust búið að taka fleiri neyslulán til að halda þjóðinni góðri.  Brauð og leikar.

mbl.is Mjög erfiðir tímar framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Má ég vera mem?

Hólmdís Hjartardóttir, 25.10.2008 kl. 03:14

2 Smámynd: Kreppumaður

Þið eigið von á svipuðum tékka. Legg til að þjóðin fari á 4 ára drykkjutúr og vakni svo upp við betri kjör... eða bara vonda timburmenn.

Kreppumaður, 25.10.2008 kl. 03:23

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Vorum við ekki að vakna upp við vonda timburmenn?

Dettum bara í það og sjáum hvað setur.........hikk

Hólmdís Hjartardóttir, 25.10.2008 kl. 03:52

4 Smámynd: Kreppumaður

Heldur betur. Best að fara ekki ódeyfður í gegnum þessa helvítis kreppu!

Kreppumaður, 25.10.2008 kl. 04:02

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

mæl þú manna heilastur, kreppumaður

Brjánn Guðjónsson, 25.10.2008 kl. 04:28

6 Smámynd: Kreppumaður

Kreppan er gjöf til drykkjumanna....

Kreppumaður, 25.10.2008 kl. 04:32

7 identicon

jæja minn kæri Kreppumaður, heldur betur hlaupið á snærið hjá þér.......

skál fyrir því ! Láttu mig vita þegar rauðvínið er farið að leka út um eyrun á þér, aldrei að vita nema ég aðstoði hana Jenný skátaforingja við að tugta þig til. Sýnist á öllu að það verkefni kalli á liðsauka!

Á meðan lifi byltingin........hmmm já eða eitthvað! 

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 09:29

8 Smámynd: Kreppumaður

Sækja þær nú að mér úr öllum áttum og vilja bæta mig....  Gott að ég held ykkur uppteknum við góðgerðarstörf.  Einhver verður að gera það.

Kreppumaður, 25.10.2008 kl. 16:01

9 identicon

Þetta er andinn!

Mitt eigið mottó þessa dagana er 'party like it's 1929!'.

 ps. vel verðskuldað skot á Jenný

zazou (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 17:28

10 Smámynd: Kreppumaður

Sem betur fer ræður Jenný engu, því að þá yrði áfengisbann hérna eins og 1929.  Svo það er eflaust frekar dauflegt í þínu partýi...

Kreppumaður, 26.10.2008 kl. 17:53

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir að gleyma mér ekki kvikindið þitt.

Ég er búinn með kvótann, þú líka.  ALLIR hinir mega drakka að vild.

Er á leiðinni að ná í, frú kreppa búin að pakka ofan í tösku og Þórarinn bíður með alkatöngina.

Það á að draga úr þér brennivínskrirtlana krúttið mitt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.10.2008 kl. 18:15

12 Smámynd: Kreppumaður

Nú er ekki tímabært að uppljóstra það að verðandi8 frú Kreppa gengur með barni...

Kreppumaður, 27.10.2008 kl. 02:27

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með það sem ekki er tímabært að ljóstra upp.

En sætt

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.10.2008 kl. 06:45

14 identicon

Hi, kreppukarl. Síðan þín er frábær!

Mig langar til að gerast bloggvinur Þinn. Ég hef grun um að við séum báðir jafn áhugasamir um allt sem aflaga fer í þjóðfélaginu, og ekki spillir fyrir að vera sona léttgeggjaðir í leiðinni. Hey, kíktu á bloggið mitt, ég er viss um að þú finnur eitthvað áhugavert.

Kv.Jökull Elisson. iceberg.blog.is

Thrainn Jokull Elisson (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 06:30

15 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ætlar kripplingurinn minn ekkert að fara að blogga aftur ? .. Ég er farin að sakna tuðsins í þér

Brynjar Jóhannsson, 6.11.2008 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband