Veröld ný og góð

Mig kvíðir fyrir því að snúa til Reykjavíkur í nóvember, jafnvel þótt að það verði bara nokkra daga stopp.  Tilgangurinn með ferðinni er að sjá ættingja og vini, sérstaklega son minn enda er ég búinn að lofa honum að spilla með dekri.  Svo var líka planið að heimsækja nokkur uppáhalds veitingahús og sjá Hart í Bak, uppáhalds leikritið mitt eftir Jökul Jakobsson sem ég þekki bara af bók.  Það leikrit á reyndar talsvert erindi til Íslendinga á þessum síðustu og dekkstu tímum enda fjallar það um skipbrot bæði hugsjóna og einstaklinga.  En ég er ekki vissum að ég muni njóta dvalarinnar.  Í höfuðborginni er víst fólk niðurlúkt af kreppu og kreppu tali og ég veit að ég mun ekki njóta þess að sitja á veitingarstað eins og einhver svikull auðmaður og drekka tuttuguþúsund króna kampavín, vitandi af þúsundum atvinnulausra og biðröðum fyrir utan Mæðrastyrksnefnd.

Ég veit að það er af mjög eigingjörnum hvötum sem ég óska eftir því að Íslendingar standi nú saman og losi sig við það samfélag sem við búum við sem er spillt af græðgi og vinahagsmunum.  Þar sem óhæfir menn fá að vaða uppi og aðstoða frændur til þess að græða sem mest.  Mér er sama hvernig verður farið að því.  Með byltingu, kosningum, með því að ríkistjórnin skipti um leiðtoga en sitji enn.  Það skiptir mig ekki máli.  Helst vil ég þó að við göngum í Noreg ef þeir vilja okkur.  Það eina sem ég fer fram á eru breytingar svo ég geti notið þess að vera ástfanginn og áhyggjulaus og synt föðurhlutverkinu og haldið áfram að eyða peningum í mat og vín, án þess að þurfa að óttast það að afkoma mín sé ótrygg vegna þess að enga vinnu verður að fá, þurfi ég aftur að stunda reglubundna launa vinnu.  Þjóðfélagið hefur lengi verið öllum nema auðmönnum fjandsamlegt, því þarf að breyta og það strax.  Helst fyrir 7. nóvember svo ég geti skálað við verðandi frú Kreppu í dýru kampavíni án þess að fá samviskubit.


mbl.is Stjórnmálin biðu hnekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þú talar eins og sannur Hedonisti. En persónulega finnst mér músin sem stekkur viðkunnanlegri en sú sem læðist.

Svanur Gísli Þorkelsson, 22.10.2008 kl. 22:10

2 Smámynd: Kreppumaður

Já, ef ástandið kemur við mig persónulega, þá er ég svo ómerkilegur að reiðast. 

Og margar stökkvandi mýs kynnu að geta hrætt ljón. 

Kreppumaður, 22.10.2008 kl. 22:14

3 Smámynd: Bergur Thorberg

Verður skálað í rússnesku kampavíni þann 7. nóvember?

Bergur Thorberg, 22.10.2008 kl. 23:50

4 Smámynd: Kreppumaður

Vonandi ekki Norskri geitamjólk... þá vil ég frekar að allt fari til fjandans...

Ég reyni að herma upp á þig loforð og koma við og versla myndina...  Þá kannski opnum við eitthvað sterkara en glerflösku með mjólk í...? 

Kreppumaður, 22.10.2008 kl. 23:59

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hef sagt það áður og ég segi það enn....

Æi búin að gleyma hvað það var en það var merkilegt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.10.2008 kl. 17:39

6 Smámynd: Kreppumaður

Jenny, ég er svo feginn að þú hefur ekki símann hjá verðandi frú Kreppu, þá væri ég í djúpum skít...

Kreppumaður, 23.10.2008 kl. 19:28

7 identicon

Njóttu lífssins í dag , en þannig , að þú getir einnig notið þess á morgun

Helga Lúthersdóttir (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 18:47

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Múha.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.10.2008 kl. 19:32

9 Smámynd: Bergur Thorberg

Ég skal eyða smá af mínum sjóði og kaupa handa þér einn pilsner. Áfengan. Á gjafverði. Á íslensku gæðaverði. Það er nú meira en Ítalir geta sagt, sem selja þér lélegt og nánast áfengislaust rauðvín. Og súrt í þokkabót. Bið að heilsa þinni verðandi. Hún hefur kannski meira vit á þessu en þú...og ég..

Bergur Thorberg, 24.10.2008 kl. 22:51

10 Smámynd: Kreppumaður

Takk Bergur.  Tek þig á orðinu fljótlega.  Enginn hefur meira vit á súru víni en maginn á mér.  Enda er hann troðfullur af blóðmör og víni þessa daganna.  Hér er sko engin kreppa.

Kreppumaður, 25.10.2008 kl. 03:02

11 identicon

Nýtt vín í gömlum belgjum, hm.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband