Íbúðir og borgir

Það er merkilegt með íbúðir og borgir að þegar maður hefur yfirgefið viðkomandi stað í síðasta sinn, hættir hann að vera til nema sem nafn á korti, númer við götu.   Og verður þess í stað eitthvað í huga manns sem er samblanda af minningum og óskhyggju.  Ég get til dæmis ekki munað fyrir mitt litla líf hvernig íbúðin sem ég bjó í á Þórsgötu ´92-´95 leit út?  En í huga mínum er í henni sófi sem ég eignaðist ekki fyrr en ég var löngu fluttur þaðan!  Það er eins með fólk og borgir, ef maður hittir ekki viðkomandi eða heimsækir lengi, verða breytingarnar stundum þannig að manni bregður í brún.  Stundum eru allir allt í einu orðnir gulari, minni, lotnari.  Aðrir með einkennileg blik í augum.  Svona eins og þegar maður kemur í borg sem manni er kunnug og þar sem átti að vera kyrrlátur listgarður stendur skógur af byggingarkrönum.  Ég er íhaldssamur í eðli mínu og mér er illa viðbreytingar.  Samt held ég að ég gæti ekki þrifist ef líf mitt væri ekki alltaf á sífeldi og stjórnlausri ferð, jökulá að vori...  Ég var að pæla í þessu því að í kvöld heimsótti ég vin sem var grafinn undir barnaþvotti og í gærdag gekk ég fram á konu sem ég þekkti ekki strax en var mér samt kær lengi fyrir nokkrum árum.  Ég þekkti hana ekki strax og þótt að hún bæði ávarpaði mig með nafni og brosti, var ég ekki búinn að átta mig á því hver hún var fyrr en það var of steint að stoppa hana til þess að spjalla.  Það er svo oft sem ég er eins og auli!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband