Ráðskona

Mér fannst einhver vera að sturta niður á klósettinu þegar ég kom inn.  Svo var ekki.  Hér er enginn.  Ekki einu sinni silfurskottur.  Og ég er kominn heim og búinn að setja svartan þvott í vél.  Duglegur er ég.  Veit ekki hvort ég nenni að elda í kvöld?  Veit ekki hvort ég nenni út til þess að bera mig eftir mat?  Kannski prófa ég: borða ekki neitt kúrinn í svona 12 tíma.  Ég vildi að ég hefði efni á ráðskonu, þá væru svona vandamál fyrir bí. 

Það væri eflaust mjög gott að hafa ráðskonu?  Svona miðaldra kerlingu sem mundi líta á mig sem unglingsson og passa upp á það að ég færi út með húfi í snjókomu, trefil, borðaði almennilega, færi snemma að sofa, vaknaði á vinnu, væri ekki of lengi úti á barnum...  En biddu?  Það væri eins og flytja aftur heim til foreldra.  Það mundi gera mig geðveikan og blankan því að svona kvenmenn þurfa laun.  Æji, þá er betra að þurfa stundum að elda ofan í einn? 

Og er ekki partur af því að búa einn að njóta þess að ráða sér sjálfur, þurfa ekki að taka tillit til neins, þurfa ekki að vera ábyrgur gerða sinna nema gagnvart sídofnandi samvisku?

Ég held að ég panti mér austurlenskan mat. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband