21.2.2008 | 22:55
Áminning um örlög
Vinkona mín hringdi rétt áðan til þess að minna mig á að ég væri boðinn í mat til hennar á morgunn. Ég sagðist ekki vera búinn að gleyma því. Búinn að kaupa í þrígang rauðvín og hvítvín og drekka það jafnóðum. Hvernig gleymir maður svona timburmönnum? Hún spurði mig hvað ég væri að gera og hvert ég vildi koma á bar. Ég sagðist vera að vinna sem var lygi, ég vara bara að góna á reality tv eða einhvern álíka viðbjóð þar sem læknar í raunveruleikasjónvarpi taka glerbrot úr enni á fólki. Og sauma það svo saman. Það þarf einhver að sauma mig saman núna, ég er svo tættur að ég meika ekki fólk sem þykir vænt um mig, fólk sem vill vera mér gott. Ég er alltaf að leita að dimmri holu til þess að fela mig í eftir vinnu. Og drekka þetta vonda vín sem ég ætlaði vinkonu minni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.