10:15 saturday night

Neitað að fara og stimpla mig in á barinn í kvöld, jafnvel þótt að ég væri búinn að drekka smá rauðvín, ég sagðist ekki vera til í að hitta fólk.  Félagi minn sagði ókey, hringi eftir viku eða eitthvað og lagði á.  Vinkona mín spurði nokkrum sinnum:  hvers vegna viltu ekki hitta fólk?  Ég svaraði alltaf: ég hef ekki grun, ég er bara ófélagslyndur í kvöld!  Hún varð fúl og lagði samt að lokum á.  Við það varð ég eitthvað svo kátur!  Ég var heima á laugardagskvöldi og mig langaði ekki út.  Það hefur varla gerst síðan fyrir mörgum mörgum mánuðum.  Og ég nenni ekki að muna hversvegna?  En ég er líka með nokkrar ólesnar bækur og myndina There will be blood, sem ég ætla að horfa á í nótt.  Svona þegar ég er búinn að lesa/tölvast/klára rauðvínið og fá mér kannski einn bjór líka?  Djöfull hlýtur lifrin í mér að vera stór?  OG ég hlít að vera fullur fyrst ég stel yfirskriftinni á þessari færslu frá the cure?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Henný Moritz

Lýst vel á þetta plan... er nokkurn veginn að því sama!

Kristín Henný Moritz, 23.2.2008 kl. 23:51

2 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Skil hvað þú ert að fara ...

Lárus Gabríel Guðmundsson, 24.2.2008 kl. 00:00

3 Smámynd: Kreppumaður

Ég skil ekkert hvert ég er að fara.  Er búinn að læsa mig inni til þess að æða ekki á barinn og þar sem ég bý berst ómur frá hommabarnum í næsta húsi, brjálað diskó, erfitt að vera kyrr...

Kreppumaður, 24.2.2008 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband