Fjölskylda mín þolir mig ekki

Og meðan ég var að berjast við þann leiða sem tilheyrir því að þurfa að koma mér að hitta foreldra mína (ekki misskilja mig, þau eru skemmtileg og allt það) með aðstoð strætisvagns en þá bíla þoli ég ekki, hringdi mamma og sagðist ekki nenna að fá mig í mat!  Nú, hvað gerði ég núna?  Spurði ég.  Ekkert, ég er bara þreytt og svo er pabbi þinn að fara út í nótt!  Mér létti og við ákváðum að borða frekar saman í vikunni.  En ég gleymdi að spyrja hvert karlinn hefði verið að fara?  Ekki að horfa á fótbolta á mánudegi, hlýtur að vera ráðstefna?  Annars kemur það mér ekkert við hvaða flandur er á fjölskyldumeðlimum.  Ég vissi til dæmis ekki af því að mágkona mín hefði verið í Tókýó fyrr en bróðir minn hringdi einn og einmana eitt laugardagskvöldið og vildi fá mig í heimsókn.  Ótrúlegt hvað samskiptin í þessari litlu fjölskyldu eru stopul, alla veganna í minn garð.  Ég hef það stundum á tilfinningunni að þeir sem standa mér næst vilji helst gleyma mér?  Kannski er þetta vegna þess að ég hef ekkert að segja?  Ég get nefnilega verið alveg ótrúlega leiðinlegur innan um fólk!  Kannski ég fari að taka mig á og verði með tíð og tíma hæfur til þess að eiga samskipti við mína nánustu?  En það bíður betri tíma, núna er það spurning um hvað ég ætla að borða í kvöld?  Ég er meira að segja í stuði til þess að elda, aldrei þessu vant!  Best að ég fari og kaupi kjúkling! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband