Of mikið drama

Dagurinn í dag er búinn að vera fullur af drama.  Eins og ofhlaðinn kvikmynd.  Og ég er búinn að komast að því að ógæfa annarra er yfirleitt mér að kenna, beint eða óbeint.  Mér finnst eins og helmingurinn af orku minni hafi verið undin úr líkama mínum.  Fingurnir sem renna yfir lyklaborðið, gera það hægt og silalega og eru þungir.  Skyndilega er ég lotinn í herðum.  Og eflaust hefur hrukkum fjölgað og þær dýpkað.  Á svona stundu á maður að skríða beint upp í rúm og draga sængina yfir höfuð.  Eða fá sér fjórfaldan dræ gin.  Ég veit ekki hvort ég ætla að velja? 

Á morgunn mun svo dramað halda áfram.  Eftir vinnu mun ég fara og kveðja tvær konur.  Önnur er að deyja... 

Mig dreymir um að komast frá Reykjavík.  Tel dagana þangað til ég fæ frí og get látið það rætast.  Margir staðir koma upp í hugann sem fylgsni.  Eina sem þeir þurfa að uppfylla er að þar sé enginn sem þekkir mig.  Þótt að það skipti ekki máli.  Því að þegar ég mun láta að því að flýja, þá er ég ekki að flýja annað fólk, heldur að reyna að flýja sjálfan mig.  Vitandi það að það er vonlaust verk.  Núna slekk ég á símanum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Henný Moritz

Æji félagi, þetta lagast.... vonandi! Þar sem ég vinn er ég alltaf að sjá fólk deyja og það er eitthvað sem venst ekki... En ég held að að það sé gott að stinga af úr Reykjavík svona öðru hverju, allavega get ég sagt að mér líkar ekkert sérlega vel við Höfuðborgina, fæ alltaf stresshnút í magann ef ég þarf að skjótast þangað. Sveitin er best, eða svona smábæjir eins og ég bý í.

Kristín Henný Moritz, 27.2.2008 kl. 04:39

2 Smámynd: Kreppumaður

Ég hef reyndar búið úti á landi.  Það gekk ekki vel.  En mér líður vel í heimsóknum á landsbyggðina.  Ef ég er ekki lengur en viku tíu daga, þá fara neonljósin að lokka mig aftur til sín.

Kreppumaður, 27.2.2008 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband