27.2.2008 | 13:00
Enn ein Ódysseifsförin
Ég var varla búinn að skrifa setninguna: ég slekk á símanum en þessi friðþjófur hringdi. Vinkona mín vildi fá mig út í drykk. Og ég, ístöðuleysið uppmálað, sló til. Sátum með félaga okkar til klukkan að verða tvö og blöðruðum. Enduðum svo tvö heima hjá henni að drekka vín og hlusta á tónlist. Ég var ekki kominn heim fyrr en þrjú í nótt. En sem betur fer lág ekkert sérstakt fyrir í dag hjá mér, þannig að ég get notið þess að vera þreyttur, andlaus og baugóttur. En ég verð að fara að taka mig á. Það þarf ekki neitt til þess að ég sé rokinn af stað í einhverjar Ódsseifsferðir á knæpur eða kvenmannsíbúðir. Ég er að verða orðinn alltof gamall fyrir svona líferni. Jafnvel þótt að félagi minn hafi sagt við mig í gær að ég væri barn að aldri. (Miðað við hann 44 ára). Verst er að ég get ekki farið að taka mig á fyrr en eftir helgi. Tónleikar á morgunn þar sem einhver nákominn mér leiðir nýja hljómsveit með söng og gítarslætti, matur á föstudag og út á borða á laugardag. Á sunnudaginn er ég að hugsa um að haga mér eins og munkur. Hvar fær maður góða hnútasvipu?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.