Ógæfu söngkona

Claudine Longet er söngkona sem flestir (sem eru komnir til vits og ára eða hvað svo sem maður segir?) muna kannski eftir sem eiginkonu Andy Williams.  Sem slík kom hún iðulega fram í vinsælum sjónvarpsþætti sem bóndinn stýrði.  Og í kjölfarið gaf hún út nokkrar ,easy listening, plötur.  Stundum söng bóndinn dúett með henni.  Ég hafði á einhverju tímabili í lífi mínu gaman af henni.  Fannst hún kannski ekki besta tónlistarkona í heimi en rödd hennar og angurvær flutningur átti stundum vel við kertaljós, rauðvín og snjókorn á þakglugga.  Seint á sjöunda áratugnum skildu þau Andy og hún tók saman við eitthvað skíðahönk og flutti inn til hans með börnin sín þrjú.  Hönkið sem hét því ágæta nafni Spider Sabich var eiginlega ekki (frekar en margir karlmenn sem ég þekki) búinn að hugsa út í hvað það þýddi að fá frauku með þrjú börn inn á piparsveinaheimilið sitt þar sem hann var vanur að fleka táningsstúlkur.  Urðu því árekstrar tíðir.  Og fóru leikar svo að Claudine skaut karlinn af stuttu færi.  Verjendur björguðu henni frá löngu fangelsi.  Hún býr í París í dag.  Og ég ætla að hlusta á hana fyrir svefninn og sjá hvort að liðin tíð vitji mín í draumi?

Hér er hún með Andy karlinum meðan allt var ljúft og gott og skaðlegar skammbyssur víðsfjarri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

...Hönkið sem hét því ágæta nafni Spider Sabich var eiginlega ekki (frekar en margir karlmenn sem ég þekki) búinn að hugsa út í hvað það þýddi að fá frauku með þrjú börn inn á piparsveinaheimilið sitt þar sem hann var vanur að fleka táningsstúlkur....

*gull* 

zazou (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 15:18

2 Smámynd: Kreppumaður

(Hneigir sig djúpt).  Ekki væri ég maður til þess að ala upp 3 börn.  Hvað þá annarra.  Skil vel að hann hafi frekar vilja falla fyrir byssukúlu en ungbarnastóði.

Kreppumaður, 28.2.2008 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband