Eftir erfiðan dag er...

Eftir að hafa eytt deginum í það að vera lifandi boxpúði fyrir frústerað lið er gott að koma heim.  Búinn að setja í vél, kaupa í matinn og opna bjór.  Ætla að fara í bað og hlusta á John McCormack (1884-1945) syngja með sinni rispuðu vínylrödd á meðan ég læt þreytuna líða úr mér.  Og planið fyrir kvöldið?  Ekki neitt nema góð tónlist, matur, drykkur og rólegheit.  Get valið um það að lesa, hengslast um á víðáttum netsins eða horfa á kvikmyndir.  Ég hef fráboðið mér það að fara út.  En ég veit samt að eftir gott og notalegt bað gæti það breyst.  En er samt meira í stuði fyrir það að blogga manískt eða gera eitthvað sem krefst þess ekki að ég segi eitt aukatekið orð!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband