Lygar koma mér í koll

Var allt í einu minntur á það að ég hafði lofað vinkonu minni ekki bara að mæta til hennar í kvöldmat, heldur líka að taka hana með mér út í kvöld að drekka og helst dansa!  Auðvitað hafði gullfiskaminnið mitt bugðist mér og þegar hún hringdi var ég í baði að drekka rauðvín og hugsa hlýlega til tölvunar minnar.  Og varð vandræðalegur þegar ég var minntur á það að ég væri orðinn of seinn í mat.  Bölvaði því að þetta væri orðin einhver helvítis hefð að borða saman á föstudögum.  Eitthvað sem ég ætti yfir höfði mér reglulega það sem ég ætti eftir ólifað.  Mér sortnaði fyrir augum.  Og stundi því upp að ég væri eiginlega veikur, eiginlega með flensu og vonaði að ég væri ekki of þvoglumæltur eftir hálfa flösku af rauðvíni.  Hún varð sár þegar ég sagðist ekki koma vegna ótímabærra veikinda sem voru versta lygin sem ég gat fundið upp á því að núna get ég ekki farið út í kvöld ef hún skyldi vera að flækjast um á börunum.  Ég er dæmdur til þess að sitja heima með uppdiktaða flensu og keðjureykja yfir rauðvíni, bókum og neti.  Ég er heimskasti lygari í heimi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband