1.3.2008 | 17:51
Þori að veðja
Rakst á vinkonu mína úti í 10-11 áðan. Hún var vel byrg af áfengi og mat og sagðist vera á leiðinni heim að skrifa. Yrði að skrifa alla helgina. Ég vorkenndi henni. Fannst hún vera þræll auðra blaðsíðna sem kannski yrðu aldrei fylltar út. Gaf asnalegt loforð um að hringja í hana ef ég færi út í kvöld. Ég er alltaf a- lofa einhverju sem ég veit að ég stend ekki við. Bara af því að ég kann ekki að segja nei. Það næsta sem ég veit er að ég verð kominn í yfirlestur á vondu handriti sem mun aldrei koma út. Þori að veðja!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.