Einhver helvítis jólin

Hörmulegustu jól æfi minnar átti ég með stúlku sem ég bjó með og var meira að segja trúlofaður og ætlaði að giftast.  Við höfðum verið saman í tvö ár og eitthvað var farið að halla undir fæti og í desember, rétt fyrir jólin lauk stúlka þessi prófum og við fórum út að borða til þess að fagna þeim áfanga.  Og eins og í eftirfarandi lagi, snérist máltíðin smátt og smátt upp í svívirðingar og þann skemmtilega samkvæmisleik að draga fram gamlar spælingar og misgjörðir og nudda þeim framan í (yfirleit) mig.  Og í stað þess að vera skynsöm og fara heim og jafnvel kyssast, sættast og ríða, ráfuðum við á milli bara, önug og öfugsnúin.  Kvendið sem ég hafði hugsað mér að giftast (en þetta kvöld var ég sko hættur við) taldi að allar þær hörmungar sem yfir hana höfðu dunið á ævinni (meðal annars að missa módelsamning þegar hún var 19 ára vegna ofdrykkju eða eitthvað) væri mér að kenna.  Afglöp sem hún hafði framið, löngu áður en leiðir okkar sköruðust, voru bara vegna þess að lífið var svo grimmt að hafa ætlað henni að giftast mér! Og eftir því sem á nóttina leið komst ég að því að ég hafði lofað henni því að heimurinn væri fagur og næturnar lygnar eins og dimmblátt haf og bara stjörnur og tungl á himni, aldrei nein ógæfur regnský.  Ég mundi ekki neitt eftir neinu og sat og drakk við barinn og hún stóð fyrir aftan mig og krafði mig um skaðabætur fyrir glataðan feril sem módel í New York.  En svo allt í einu, allt í einu, eins og töfradufti frá feitri og haltri álfkonu í ljótum kjól (er að hugsa um Klingenberg) með pensla í hárinu, væri stráð yfir okkur, þagnaði unnustan og kyssti mig og brosti og sagði:  Þú ert ágætur og mér líður vel með þér.  Og við skakklöppuðumst heim og áttum góðar stundir saman í langan tíma...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtileg frásögn (eins og ávallt) en ferlega var þetta Tom Waitslegt lag framanaf.

zazou (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 11:11

2 Smámynd: Kreppumaður

Pældu í því að lifa lífi sem er eins og Tom Waitslag?

Kreppumaður, 2.3.2008 kl. 12:51

3 identicon

Lítur spennandi út á pappír en aumingja lifrin.

zazou (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 17:05

4 Smámynd: Kreppumaður

Er einmitt að hugsa um lifrina núna um leið og ég dreypi á rauðvíni. 

Kreppumaður, 2.3.2008 kl. 19:43

5 identicon

Avoid hangovers, stay drunk

zazou (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 20:08

6 Smámynd: Kreppumaður

Ég er helvíti góður í því.  Og svo er þessi dagur í dag mér minnisstæður út af atburði fyrir löngu.  Tilefni til mikillar bömmers drykkju.

Kreppumaður, 2.3.2008 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband