Nýr sambýlingur

Fólkið var byrjað að borða þegar ég mætti á svæðið.  Mér fannst það fínt, best að setjast bara strax til borðs og skófla í sig matnum, sleppa við þetta leiðinda fyrir mat kjaftæði.  Umræðurnar voru um fyrirhugaða fermingu snillingsins sonar míns.  Ég komast að því að barnsmóðir mín og mamma voru búin að skipuleggja þetta allt saman út í hörgul og ekkert af því sem ég og barnsmóðir mín vorum búin að tala um fyrr í vetur var lengur inn í myndinni.  Mér var svo sem slétt sama, það er ekki ég sem á að fermast og ef drengurinn er ánægður þá er ég það líka.  Í miðju borðhaldi tilkynnti konan sem ól mér son að hún væri að fara erlendis í vinnubúðir listamanna og yrði í burtu í tvær vikur.  Flott svaraði ég en svo hrökk ofan í mig kjötbiti þegar hún bætti við: drengurinn verður hjá þér á meðan!  Allt í lagi með það, við hljótum að komast af saman í tvær vikur, enda barnið með lykla hérna og kemur og fer þegar honum hentar.  Og við vanir sérvisku hvors annars.  Svo bætti hún við að hún og maðurinn hennar væru búin að kaupa stór hús og mundu flytja í Vesturbæinn með haustinu.  Ég óskaði til hamingju.  Það var vandræðaleg þögn í smá tíma og mér fannst eins og allir horfðu á hvern annan og svo loks á mig.  Svo var þögnin rofin:  hann vill þá flytja til þín!  Ég leit á soninn, hann horfði niður á borð, lubbinn huldi andlitið.  Viltu flytja til mín? Já, til að prófa, stamaði drengurinn út úr sér.  Allt í einu hafði ég enga matarlist.  Tilvera mín eins og hún er í dag verður senn á enda.  Ég verð bráðum orðinn einstæður faðir.  Með barn til þess að ala upp.  Með sérvitrann og furðulegan son sem líkist mér meira og meira með hverjum deginum.  Dagar víns og rósa líða nú brátt hjá.  Eitt stutt vor og enn styttra sumar og ég verð fullorðinn með ábyrgð.  Hingað til hefur það reynst mér erfitt en það eru aðrar og langar sögur.  Núna verður þetta öðruvísi, við feðgar saman.  Hvaða skaða get ég gert barninu þegar hann flytur hingað inn? 

Í bílnum á leiðinni heim útfærðum við foreldrar drengsins þessa hugmynd um að hann flytji til mín nánar.  Og því meira sem við ræddum um það, því betri fannst mér hugmyndin verða.  Ég held að það verði fínt að búa með piltinum.  Og fara að lifa eftir einhverri rútínu.  Þvo táningaföt, þröngar gallabuxur og deadboli.  Svo koma löng kvöld sem varið verður í pælingar um bækur og tónlist og kvikmyndir og konur.  Ég mun þurfa að fylgjast með heimanáminu, passa upp á það að hann fari í skylmingar og í söngtíma.  Að hann steli ekki brennivíninu mínu.  Að hann tali ekki við sveitta perverta á msn.  Að hann heimsæki mömmu sína, stjúpa og systkini.  Að hann þvo sér bakvið eyrun.  Noti tannþráð.  Að hann borði einn ávöxt á dag.  Að hann borði grænmeti.  Að hann steli ekki fötum af mér.  Að hann verði ekki alveg eins og ég!

Núna get ég ekki beðið haustsins.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Þú ert áhugaverð manneskja og þessi færsla sú krúttlegasta sem ég hef lesið lengi...ef nokkurn tímann!

Þið feðgar eigið eftir að gera hvorn annan að betra fólki...ekki spurning

Heiða B. Heiðars, 2.3.2008 kl. 20:37

2 Smámynd: Kreppumaður

Takk fyrir fögur orð í minn garð.  Í gegnum áfengismóðuna held ég að þú hafir verið að hrósa mér?

Ég óttast samt það að sonur minn verði eins og ég.  Hann verður líkari og líkari mér með hverjum deginum, talar eins og ég (nema stundum, þá talar hann með rödd fyrrverandi eiginkonu minnar) klæðir sig eins og ég, bölsóttast eins og ég, þunglyndast eins og ég...

Ég veit ekki hvort að heimurinn verði eitthvað bættari við það að fá yngri útgáfu af mér?

Kreppumaður, 2.3.2008 kl. 20:43

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég á tvær stelpur sem voru óhugnalega líkar mér sem unglingar... þær eru enn líkar mér EN af því að þær hafa átt fleiri áhrifavalda í gegnum árin (sem betur fer) þá virðast þær bara hafa valið úr það besta og fleygt hinu... eins og vera ber.
OG það besta af öllu er að þegar ég horfi á þær líður mér eins og ég hafi afrekað eitthvað gott í lífinu :)

Og já, var að hrósa þér. En er steinhætt því. Verður bara montrass af öllu þessu hrósi...ég hérna og svo annað hrós á minni síðu!! :)

ps. af því að ég var að lesa nýjustu færsluna og óþarfi að hlaupa þangað og kommenta... þá langar mig að vita hvar maður finnur mannlausan bar í Reykjavík?? Endilega láttu það flakka..... vitneskja sem eflaust á eftir að koma sér vel :)

Heiða B. Heiðars, 2.3.2008 kl. 21:25

4 Smámynd: Kreppumaður

Er ekki ennþá farinn út að leita að mannlausum bar.  En hann mun finnast.  Ég veit það.  Ég er naskur á það að elta uppi vesen, ógæfu og hlít því að geta fundið bar þar sem ég get setið og ónáðað barþjóninn með endalausum sögum úr fortíð minni. 

En áhrifavaldar! Þegar ég var ungur vann ég í félagsmiðstöð (stýrði svo annarri síðar)  og allir strákarnir í tíunda bekk breyttust hægt og rólega í mig.  Komu sér upp svipaðir klippingu, svipuðum fötum og það versta: byrjuðu að reykja sömu sígarettutegund og ég.  Falleg fyrirmynd sem ég var.

Kreppumaður, 2.3.2008 kl. 21:42

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

....og núna hafa þeir líklega skapað sér sinn eiginn stíl.

Notumst flest við einhverjar fyrirmyndir á meðan við erum að finna út hver við erum og hvernig við viljum vera. Núna eru þeir líklega "hnakkar" en það lagast líka :)

Heiða B. Heiðars, 2.3.2008 kl. 22:31

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Gratjúlera þér með þennann fína heimsendi á fyrrverandi tilveru & upphafið á nýrri & betri.  Hef staðið í þessum sporum sjálfur, & bæði ég & strákurinn minn lifðum það af, & það vel, þó að stundum væri nú spurn hvor okkar væri fyrirmyndin & uppalandi gefandinn, & hvorþá  barnið & uppeldisþiggjandinn.

En við erum fínir vinir & það er stutt síðan að hann flutti út frá 'hótel pabbi' síðast & í núverandi sambúð, enda áratugur síðan hann fermdist.

Steingrímur Helgason, 2.3.2008 kl. 23:23

7 Smámynd: Kreppumaður

Ég er svo fullur núna.  Og það er vont að vera forstöðumaður g eiga að mæta í vinnu á morgunn og einhverjar konur eru alltaf að hingja í mig.......

Kreppumaður, 3.3.2008 kl. 00:48

8 identicon

Hehehe, þú ert alvöru rokkari!

zazou (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 02:22

9 Smámynd: Kreppumaður

Ég veit.  Heimurinn missti af miklu þegar ég hætti í hljómsveitinni sem ég var í 1988!  Það var svöl sveit.

Kreppumaður, 3.3.2008 kl. 02:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband