3.3.2008 | 14:08
Bækur og draumur
É ger að lesa svo leiðinlega og illa skrifaða bók að hún kemur mér í vont skap. Ég fleygi henni út í horn núna. Bækur mega vera illa skrifaðar en bæði leiðinlegar og illa skrifaðar? Það er eins og umræðuvefur á barnalandi.is. Kaótísk súpa af mörgum ólíkum röddum.
Annars dreymdi mig að ég byggi úti á landi. Og ætti konu. Sem var alltaf að draga mig á salshakvöld að dansa eða að fá mig til þess að hjálpa henni með kaffi og kökusölu til styrktar langveikum börnum. Þessi draumur var svo raunverulegur að þegar ég vaknaði í morgun hélt ég að ég byggi á Patreksfirði og væri giftur. Ég varð ekki fyrir miklum vonbrigðum þegar hið sanna kom í ljós.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.