4.3.2008 | 08:29
Einn á gjróthrúgu
Fór út að ganga. Það var mjög kalt. Horfði á haf og himin. Það er eitthvað við það að horfa annað hvort á dökkan sjó eða himininn. Ég fæ það alltaf á tilfinninguna að annað hvort undir gáruðu yfirborði hafsins eða á milli allra þessara ljósa á himninum, sé einhver sem horfi til baka á mig. Sjái mig eins og ég er. Einan og kaldann í grjóthrúgu einhverstaðar á enda veraldar. Ég efast um að sá sem horfi á mig líki það sem hann sér?
Kom heim og lagðist upp í rúm með leiðinlega doðrantinn. Sofnaði ofan í hann og vaknaði ekki fyrr en tvö í nótt við það að vekjaraklukkan á símanum mínum hringdi. Furðulegur tími til þess að stilla vekjara, tvö eftir miðnætti? Eitthvað hefur mér gengið til þegar ég gerði það. Sofnaði strax aftur. Er alveg óvenju hress í dag. Nánast manískur af orku. Ég sveiflast eins og risavaxinn pendúll. Þetta getur ekki verið holt. Held að þetta stafi af því að búa á þessari helvítis grjóthrúgu lengst norður í Dumbshafi. Í þjóðfélagi sem maður finnur alltaf betur og betur fyrir því hvað fólk er eitt og samskiptalaust. Þótt að við séum í samskiptum við tugi manna á hverjum degi. Þá erum við að kvöldi dags öll ein. Og eflaust voðalega lítil í okkur. Eins og barn undir sæng sem les draugasögu í skininu frá vasaljósi.
Athugasemdir
Satt....... Andvarp......
Sigríður Hafsteinsdóttir, 4.3.2008 kl. 10:01
Nei! Þið eigið að verra ósammála annars fer mér að líða eins og einhverjum geggjuðum bloggspámanni. Og þá er stutt í það að ég hætti að vinna, safni skeggi og bloggi bara um mínar túlkanir á Opinberunarbókinni!
Kreppumaður, 4.3.2008 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.