Ég hverf oft en finnst alltaf aftur

Mikið þakka ég fyrir það að í hvert sinn sem ég hef horfið, vegna þess að ég hef orðið ástfanginn eða bara horfið á vit eigin sérvisku, hefur fjölskylda mín aldrei haft fyrir því að auglýsa eftir mér!  Þótt að ég svari ekki í símann í nokkra daga og sé jafnvel staddur í útlöndum án þess að hafa látið vita að til stóð að hverfa yfir úfið Atlantshafið,  þá hefur aldrei neinn haft áhyggjur.  Enda væri þá stöðugt verið að auglýsa eftir mér.  Ég hverf eitthvert nokkrum sinnum á ári.  Oftast samt á vit bóka og þess sem ég kýs að kalla einangrun til þess að forðast slítandi samskipti við fólk.  Ég held að allir sem hafa á því tök, hafi gott af því að hverfa?  Hætta að blogga, hætta að svara í síma, hætta að standa við barinn á einhverjum ölstofum.  Og sitja bara í þægilegu rökkri með bók eða einhverja manneskju sem fær hjartað til þess að slá örar í fanginu.  Eða bara fallegan kött.  Og gleyma því að fyrir utan gluggann er heimur fullur af skít og vonsku og biturleika og stundum fátt fallegt við hann nema tilfallandi bros í strætisvagni, varfærnisleg snerting ókunnrar manneskju, stjarna sem hrapar, tré sem sveigist í vindi... 

Því að jafnvel þótt að maður kjósi að hverfa stund og stund, dag og dag, þá hættir heimurinn aldrei að vera grimmur og harður.  Hættir aldrei að vera fullur af fegurð og von.  Því að í hvert sinn sem ég hverf.  Hvort sem það er á vit einveru, drykkju á börum, fallegra stúlkna, mjúkra katta, þá hættir lífið, heimurinn, aldrei að koma mér á óvart.  Og hann býður mín alltaf fullur af öllu því sem hann hefur upp á að bjóða, þegar ég kýs að finnast.  Hverfa aftur til raunveruleikans.


mbl.is Sigurbjörn kominn fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Hafsteinsdóttir

Vel mælt, eins og þín er von og vísa...

Sigríður Hafsteinsdóttir, 6.3.2008 kl. 00:19

2 Smámynd: Kreppumaður

Jamm, ég fékk eina vöggugjöf, þá að geta skrifað það sem ég hugsa.  En ég á alltaf erfitt með að tala þannig að það skiljist, ég hef óvart beðið tveggja kvenna.  Ég ætlaði alveg örugglega ekki að gera það.  En orð mín misskildust.  Fötlun, ég veit. 

Kreppumaður, 6.3.2008 kl. 00:22

3 Smámynd: Sigríður Hafsteinsdóttir

Tja, aldrei hef ég biðlað til neins (nema bloggvina) og finnst mér ég nú frekar ringluð og ruglingsleg í tali oft á tíðum... Ekki finnst mér ég mikið skýrara í skrifuðum orðum... Þá er betra að geta skrifað af viti ef maður er ruglingslegur live... Mín fötlun... So many words, so little time! ...eða þannig...

Sigríður Hafsteinsdóttir, 6.3.2008 kl. 00:26

4 Smámynd: Sigríður Hafsteinsdóttir

....blablabla....skýrari ... átti það að vera... ekki skýrara...

Sigríður Hafsteinsdóttir, 6.3.2008 kl. 00:28

5 Smámynd: Kreppumaður

Það er einmitt með svona orðræðu sem ég hef slysast til þess að biðja mér konu.  Með fullt af blablabla... Og ruglingslegum hugmyndum um það sem ég ætla að segja.  Íbland við áfengi.  Ef ég mundi hugsa áður en ég tala, hefði ég aldrei átt kærustu!

Kreppumaður, 6.3.2008 kl. 00:39

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Vá, rosalegt að biðja sér konu alveg dauðóvart

Jónína Dúadóttir, 6.3.2008 kl. 07:46

7 identicon

Það eru ekki allir jafn heilbrigðir og þú....

Til eru einstaklingar sem eru veikir á geði,og oft því mjög skiljanlegt að ættingjar hafi áhyggjur hvar þeir gætu verið. Ég veit ekkert um þennan mann, en hef sjálf þurft að fá lögreglu til að brjótast inn til geðfatlaðs ættingja til að athuga hvort hann væri yfirhöfuð á lífi.( Ekki gaman að finna lík eftir nokkra mánuði).En vonandi heldur þú áfram að vera svona heilbrigður eða sérvitur að engin nenni að lýsa eftir þér.

Sigrún Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 12:09

8 Smámynd: Kreppumaður

Eða að engum þyki í raun og veru vænt um mig?

Kreppumaður, 6.3.2008 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband