6.3.2008 | 13:28
Að halda áfram að stjórna
Móðir mín hringdi í mig. Bara til þess að skipa mér fyrir og tékka á því hvort ég ætti hrein jakkaföt, hreinar skyrtur, væri nokkuð angandi af stöðnu víni og sígarettureyk, væri í ástandi til þess að koma mér á milli húsa? Sagðist síðan senda mágkonu mína til þess að sækja mig. Merkilegt hvað mamma heldur alltaf að ég sé bara átján ára? Eða átta? Og gjörsamlega ófær um það að standa á eigin löppum. Ég hef það á tilfinningunni að hún muni ekki hætta þessari afskiptasemi á meðan við bæði lifum. Reyndar gleymdi hún að spyrja hvort ég hefði borðað kvöldmat í gær og hádegismat í dag. Ég ætla að stinga upp á því við hana að hún búi til gátlista sem hún noti þegar hún hringir í mig. Fari yfir helstu atriði og krossi við. Henni mundi þá líða betur.
Athugasemdir
Hólmdís Hjartardóttir, 6.3.2008 kl. 14:56
Kreppumaður, 6.3.2008 kl. 16:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.