Húmorlaus vegna sorgar

Kistulögnin var efið þótt að stutt væri.  Meira að segja töffurum eins og mér og bróður mínum vöknaði um augun.  Það er eitthvað við þessar sópransöngkonur sem eru fengnar til þess að syngja á svona stundum, sumar hafa rödd sem geta vakið þá sem eru burtu sofnaðir aftur til þessa heims.  Eftir athöfnina fór ég beint heim og sit hérna alveg svartklæddur, reyndar búinn að losa um bindið og reyki og reyni að forðast að hugsa um það að öllum er okkur búin sömu örlög.  Örlög sem ættu að tengja okkur öll saman hvern dag en gera það ekki.  Og láta okkur vera góð við hvort annað.

Nú vantar mig að húmorinn minn komi aftur í leitirnar.  Ekki síðar en strax! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband