Hamingju árás

Eyddi kvöldinu með þremur mjög fallegum stúlkum á bar.  Sátum og krufðum gamla the Smiths slagara og pældum í textunum.  Ég fór uppúr klukkan eitt þegar ég vissi að ég gæti ekki drukkið sopa af bjór í viðbót og vilji ekki heyra setningu meira úr herbúðum þeirra karla í the smiths.  Sem enginn man eftir í dag. Nema svona tuttugu og tveir.  Keypti mér fitandi pizzu á leiðinni heim og blístraði hamingjusamur yfir lífinu og tilverunni og yfir því að vera bara ég.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allt í einu minnist ég verks sem sett var upp í galleríinu í Laugarnesi. Það var alveg frábært, gekk út á það að Morrisey hafði spáð fyrir dauða Díönu í hverju einasta lagi á plötunni the Queen is Dead. Alveg hreint stórkostlega skemmtilegar samsæriskenningar. Verkið var vídeóverk, þú hefðir eflaust haft gaman af því.

Ragga (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 07:10

2 Smámynd: Kreppumaður

Platan er auðvitað snilld.  Verst að ég sá ekki verkið eða sem betur fer sá ég ekki verkið, ég hefði eflaust steypt mér í skuldir við það að kaupa það....  Og borðað baunir upp úr dós við undirleik the smiths, leiður og sár í svona 2 ár eftir það!

Kreppumaður, 7.3.2008 kl. 08:54

3 identicon

Wickar in a tutu var að sjálfsögðu Elton John sem tileinkaði Díönu svo canle in the wind og allt það. það sem þetta verk gerði mér var að pínu skemma þetta lag, ég get ekki hlustað á það án þess að sjá Elton John fyrir mér í balletpilsi, það er samt eiginlega engin skemmd enda bara stórskemmtilegt að sjá hann svoleiðis fyrir sér karlinn.

Með verkinu kom stór bæklingur með öllum texta kenninganna, gæti verið að þú þekkir einhvern sem á svoleiðis hjá sér... annan en mig. Stórskemmtileg lesning. 

Ragga (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 19:24

4 Smámynd: Kreppumaður

Veistu, ég held að þessum bæklingi hafi skolað á fjörur mínar og verið hent í einhver bunka sem svo fór í kassa? Gæti þó verið einhver annar? En ég ætla að nálgast hann.

Elton John í pilsi? Er hann ekki alltaf í pilsi? Alla veganna finnst mér hann ofboðslega þreyttur og ókúl eitthvað, karlinn.

Kreppumaður, 7.3.2008 kl. 19:44

5 identicon

Mér finnst það sama um karlinn en ég sé hann ekki fyrir mér í venjulegu pilsi þegar að eg hlusta á lagið heldur bókstaflega bleiku ballet tjúllpilsi, það fær mig til að brosa... annað en músíkin hans!

Ragga (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 20:08

6 Smámynd: Kreppumaður

Tónlistin hans er klám og ég er vissum að hann fer í tjúllpils fyrir kærastann sinn.  Sem minnir mig á það að ég sá einu sinni þátt um þann ágæta söngfugl George Michael.  Heimili hans var eins og ömmuíbúð.  Bróderingar og klukkustrengir út um allt.  Tebollar með rósamunstri.  Skonsur á glerbakka með mynd af englum að blása í lúðra.  Furðulegur smekkur hjá þá fertugum homma?

Kreppumaður, 7.3.2008 kl. 20:19

7 identicon

Etv. eitthvað blæti eða tímastopp hjá GM.  Nokkur lög með EJ koma mér samt alltaf í stuð, Crockodile rock, Benny and the jets og I'm still standing eru meðal þeirra.

ps. það fjölgar fljótt á vinalistanum þínum.

zazou (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 21:54

8 Smámynd: Kreppumaður

Skil ekkert með þennan vinalista?  Finnst alltaf skrítið að fólk vilji vera vinir mínir.  Líka í bloggheimum.  Þér finnst eflaust að ég eigi bara að eiga einn trúan bloggvin.  Annað væri að detta úr karakter? 

En lagið pinballwizard með elton er ágætt.  En mig minnir að hann hafi ekki samið það? 

Kreppumaður, 7.3.2008 kl. 21:58

9 identicon

Með bloggvinina, bara eitthvað sem ég rak augun í... minnugur kommenta um listann fyrr.  Pinball wizard, fíla ekki og þ.a.l. hef ekki áhuga á að vita, eflaust eitthvað söngleikjaættað.

zazou (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 22:35

10 Smámynd: Kreppumaður

Jamm  pinbal er úr söngleik.  Og ég er of fullur til að skrifa.

Kreppumaður, 8.3.2008 kl. 06:41

11 identicon

Pinball Wizard er úr rokkóperu Who, Tommy.

Ragga (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 11:16

12 Smámynd: Kreppumaður

ÞAð er reyndar ágætis rokkverk.  Þótt að ég hafi nú yfirleitt ekki gaman að hlutum sem voru gerðir svona um það leiti sem ég fæddist.

Kreppumaður, 8.3.2008 kl. 15:48

13 identicon

Það er að mínu mati besta rokkverkið frá þessum tíma.

Ragga (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband