Geldur fyrir barnaníð

Uppúr fimm á laugardaginn vorum við systkinin mætt á opnun hjá vini okkar í gallerí 101.  Flott opnun en aðeins of mikið rokk þó fyrir mig.  Samt cool.  Hittum mikið af fólki þar.  Fórum þaðan á Kling og bank.  Get ekki sagt að ég hafi kunnað að meta þá sýningu nema þá kamarinn.  En ofboðslega var troðið þar.  Um klukkan sjö fórum við í mat til bandaríkjamanns á Room whit a view.  Það var hressandi leiðinleg boð.  Bandaríkjamaðurinn rassakyssir af verstu gerð í leit að hæfileika fólki á Íslandi.  Honum leist mjög vel á systir mín og spurði mig (eins og við erum lík) hvort ég væri kærastinn hennar.  Ég sagðist ekki eiga kærustu, gæti það ekki, hefði verið geldur fyrir barnaníð.  Eftir það talaði hann ekki meira við mig en gaut öðru hvoru til mín áhuga, flóttalegur á svipinn.  Ég og systir mín stungum af um tíuleitið til þess að fá að vera smá stund ein saman.  Þurftum smá stund fyrir þetta venjulega:  Þú ert besti vinur minn/mér þykir svo vænt um þig, drykkjuraus okkar.  Laukum við það.  Skipulögðum komu mína til Berlínar í maí.  Mikið verður gaman að hrella þá þýsku.  Systir mín sagði mér að þegar væri einn mjög hræddur við mig, það væri kærastinn hennar, hann hefði heyrt svo mikið af mér að hann væri hræddur um að ég mundi líta á hann sem fáfróðan asna og fokka illa í honum.  Það mun ég aldrei gera.  Ekki við piltinn sem ann systur minni.  Nú þarf hún bara að sannfæra hann um að borði ekki viðskiptafræðinga í morgunverð. 

Á einhverju tímabili á Organ þar sem við vorum að bíða eftir að tónleikarnir byrjuðu, ákváðum við í sameiningu að ég væri orðinn of drukkinn til þess að hringja í konur.  Því að það er fátt jafn glatað og vera þvoglumæltur í símann með feedback í eyrunum að hringja í stúlku sem maður hitt í fyrsta sinn tuttugu tímum áður.  Mikið skynsamlegar að horfa bara á Mammút, Singapore Sling og Jakobínarína.  Það var alveg sæmilegt stuð en við skunduðum samt á Kaffibarinn einhvern tíman um nóttina.  Vorum þá komin í keppni hvort systkinið þyldi meira af skotum.  Þess vegna þurfti systir mína að yfirgefa mig allt of allof snemma.  Og við munum ekki endurtaka svona kvöld fyrr en í Berlín.  Hef ég reyndar lofað því að vera stilltur og ekki leika homma inni á yfirlýstum nazistastöðum, svo eitthvað sé nefnt.  En svona loforð eru samt til þess að gleyma þeim.  HItti stúlkuna frá kvöldinu áður sem spurði mig með hnyklaðar augnabrúnir hversvegna ég svaraði ekki sms-um.  Ég reyndi að útskýra það fyrir henni að ég hefði slökkt á símanum til þess að ég færi ekki að senda henni furðu lega sms.  Ég held að hún hafi ekki alveg skilið það.  Fengum okkur pizzu og ég fræddi hana af því að í portinu bakvið staðinn væri allt krökkt af rottum.  Skyndilega var hún ekki svöng lengur og vildi að ég fylgdi henni heim.  Það gerði ég. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Góðir hlutir gerast hægt... og um helgar er gott að drekka & staupa...

Gunnhildur Ólafsdóttir, 10.3.2008 kl. 23:31

2 Smámynd: Kreppumaður

Mér finnst samt helgar frekar einkennast af glundroða en góðum hlutum.

Kreppumaður, 11.3.2008 kl. 00:10

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hahaha geldur fyrir barnaníð! Yndislegt að ganga fram af fólki.... fæst ekki betri leið til að fá það til að fella grímurnar.

En já.. kannski er ástæðan fyrir því að ég hef svona gaman af að lesa bloggið þitt sú að þú sért að einhverjum hluta karlkyns útgáfan af mér:)

Heiða B. Heiðars, 11.3.2008 kl. 20:16

4 Smámynd: Kreppumaður

Það er svo gaman að stuða fólk.  Jafnvel þótt að það kosti einn og einn löðrung eða eitthvað annað.  Enda er systir mín búin að heimta að í Berlín þar sem enginn þekkir mig leiki ég hin ólíklegustu hlutverk til þess að ganga fram af Þýskum.  Og auðvitað mun ég gera það með prýði. 

Kreppumaður, 11.3.2008 kl. 20:18

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Auðvitað! Og ég heimta að fá að heyra allt um það :)

Nú erum við farin að skrifast á, á tveimur síðum :)

Heiða B. Heiðars, 11.3.2008 kl. 20:33

6 Smámynd: Kreppumaður

Þú verður að bíða þangað til í maíbyrjun með það.  En systir mín er nettengd og ég er búinn að heimta að hún finni handa mér hótel sem er líka með ókeypis adsl.  Það er ekkert gaman að drekka í útlöndum ef maður getur ekki látið eins og fréttaritari.

Kreppumaður, 11.3.2008 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband