11.3.2008 | 21:50
Kertalandið
Þetta lag var í miklu uppáhaldi hjá mér þegar ég var 18 ára. Lag af plötu eftir söngvara Echo and the Bunnymen sem fór ekki hátt. En ég man að ég var duglegur að spila þessa plötu í útvarpi menntaskólanema sem var í kjallaranum á F.Á., þar sem ég var tvisvar í viku með þátt um ,,neðanjarðartónlist".
Þá þegar var ég farinn að óttast það mest að vera ekki á jaðrinum. Þótti óþægilegt ef ég mundi allt í einu vakna og vera meinstrím. Það voru mínar martraðir. Og ég átti það til að vakna upp eftir að hafa dreymt mig í jakkafötum með skjalatösku að bíða eftir strætó. Í dag óttast ég það ekki. Stundum hef ég meira að segja þurft að vera í jakkafötum og með bindi í vinnunni. Yfirleitt tengt peningum. Sleppum því. Núna tuttugu árum síðar, eða næstum því, er ég ennþá alltaf sokker fyrir öllum sem eru á jaðrinum (nema Lalla Johns og öðrum gangsterum) og veit að ég er fastur í þráhyggju sem hófst fyrir svo mörgum árum og gengur út á það að ógreitt hár og svört föt tákni frelsi. En jakkaföt kassalagaðan hugsunarhátt. Þess vegna er þetta lag svo fyndið. Ég dýrkaði það fyrir svona 18 árum en í dag finnst mér það ógeð. Það er samt flutt af einum af ,,óháðu" kóngunum. Og ég geng í jakkafötum alla veganna þrisvar í viku.
Athugasemdir
Úff!! Þetta er hryllingur! :)
Ég vann í Fríhöfninni þegar ég var 18.... þurfti að klæðast nælonsokkabuxum, terrlín pilsi og skyrtu úr svona kalla-skyrtuefni og til að toppa það helv... á jörðu þurfti ég að vera í háhæluðum skóm! Hélt ég myndi deyja... fyrstu dagana var ég öll á iði, klæjaði undan sokkabuxunum, drepast í tánum og skyrtan þrengdi svo að hálsinum á mér að ég hélt ég myndi kafna! Vandist aldrei en varð þolanlegt.
Pabbi táraðist í fyrsta skipti sem hann sá mig í múnderíngunni og stamaði "þú ert svo dömuleg" Þá vissi ég að ég yrði aldrei þessi "dömulega" týpa
Heiða B. Heiðars, 12.3.2008 kl. 10:14
Þetta komment kætti mig svo mikið! Það er þetta þegar maður er þvingaður til þess að vera eitthvað annað en maður er. Ég slapp blessunarlega við það í dag. Var bara ég sjálfur. Enda kom ég fullt af hlutum í verk.
Held samt að ef vinnan krefðist þess að ég mundi alveg troða mér í sokkabuxur og á hæla. Og taka mig svona vel út í þeirri múnderingu!
Kreppumaður, 12.3.2008 kl. 16:29
Tækir þig kannski vel út... en þér liði ábyggilega ekkert vel í helv... sokkabuxunum og hælunum- tja, nema þú sért vanur
Heiða B. Heiðars, 12.3.2008 kl. 20:20
Fór einu sinni sem kona með barnsmóður minni (sem var karl) á ball í MHÍ fyrir trilljón árum. En ég var kona í hermannaklossum við kjóla og sokkabuxur. Og einhver þjóðverji hélt að hann væri að tala við alvöru konu. Það var súrt.
Kreppumaður, 12.3.2008 kl. 20:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.