12.3.2008 | 19:29
Stríðsyfirlýsing!
Það eru tveir gaurar á hæðinni fyrir neðan mig á svölunum þar að plasta helvítis hipphoppi eða annarri drullu yfir miðbæinn. Þeir eru að drekka hland úr áldósum sem sumir kalla bjór. Ég reyndi að yfirgnæfa þá með Chopin En það gekk ekki. Píanóverk eru ekki til þess fallinn. Þá henti ég í þá rauðvínstappa og bað þá um að lækka. Það var til þess að glæpamannaþvaðrið byrjaði að hrista timburveggina. Ég setti þá á Jesus and the mary chain og hækkaði í botn. Núna heyri ég ekki lengur í blökkumönnum tilbiðja rassa á konum, gullkeðjur og dollaraseðla en í staðinn er komin hávaði eins og einhver sé að muldra andlátsbæn ofan í keðjusögina sína. Og á milli laga: don´t try to say Im tripping´/when i gett to flipping´/then I smack the clip in/nigga my gun go off...
Þetta verður langt og andlega slævandi kvöld.
Athugasemdir
Þessi er með þeim betri, ég ætla ekki að nota lol heldur: ég skellti uppúr!
zazou (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 22:23
Þeir eru sem betur fer farnir. Ég held að rauðvínstappa skothríðin (tæmdi ruslatunnuna af öllum töppum) hafi hrakið þá yfir á helvítis ég man ekki hvað staðurinn heitir þar sem aumingjar hanga - Viktor! En þetta er eflaust ekki búið!
Kreppumaður, 12.3.2008 kl. 22:31
Snilldar færsla.... svona hippitý hopp er alveg pain... kærastinn minn tekur stundum svona "maníur" og þá er þessu blastað. Alveg hræðilegt!
Kristín Henný Moritz, 12.3.2008 kl. 23:00
En rauðvínstappa skothríðin mín hrakti þá loksins á barinn. Ég vona að þeir dvelji þar um ókomna hríð. 50 cent er ekki vinur minn í kvöld!!!!
Kreppumaður, 12.3.2008 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.