13.3.2008 | 18:51
Að kúka í aðra höndina
Nú er ég búinn að kveikja á ryksugunni til þess að reyna að yfirgnæfa rapp og söng gleðimannanna á svölunum fyrir neðan mig. Sit bara og geri ekkert og hlusta á ryksuguna. Ég veit ekki hversu gott það er fyrir andlega heilsu mína? Og jafnvel þessi ryksuga getur ekki alveg yfirgnæft gleðilætin fyrir neðan mig. Verst er klappið. Það minnir mig á drukkna latínuflagara. EF ég væri api mundi ég kúka í höndina á mér og láta vaða yfir þá. Í stað þess bölva ég því hversu langt ég er kominn á þessari andskotans þróunarbraut sem kemur í veg fyrir að ég sýni þeim hug minn! Ég ætti kannski að gefast upp og fara niður og bjóða þeim bjórkassa fyrir að skrúfa lætin niður um fimmtíu desíbil?
Athugasemdir
hefurðu beðið þá að lækka?
faðir minn sagði mér eitt sinn sögu, sem átti sér stað fyrir mína tíð.
hann var að hlusta á Aidu og spilaði ekki alveg á lægsta. eftir einhverja stund mætti maðurinn á hæðinni fyrir ofan út í garð með bensínsláttuvél, sem hann skildi eftir í gangi utan við stofugluggann. honum datt ekki í hug að biðja gamla að lækka.
ég man ekki hver viðbrögð pabba gamla voru. hvort hann fór út og drap á vélinni. held hann hafi bara hækkað í óperunni til að yfirgnæfa sláttuvélina.
eftir þetta var Aida aldrei kölluð annað en 'sláttuvélaróperan'
Brjánn Guðjónsson, 16.3.2008 kl. 00:09
Mér hefur aldrei dottið í hug að biðja þá að lækka? Góða saga samt af pabba þínum, gott að tónlistaunnendur eru víða.
Kreppumaður, 17.3.2008 kl. 15:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.