15.3.2008 | 16:09
Í kvöld og að skrifa
Í kvöld ætlum við að gera eitthvað rólegt eins og að fara á bar og drekka nokkur glös og horfast í augu og ég ætla að sitja á strák mínum og ekki vera eins og asni. Passa hvað ég segi og gleyma því að ég eigi móður sem er eins og hvíthákarl sem rennur á blóðlykt þegar kemur að þessari stúlku.
Svo skemmtilegar fréttir: Samkynhneigður leikstjóri er búinn að vera að lesa nokkur gömul leikrit eftir mig sem hann fann hjá öðrum gay leikstjóra. Hann vill að ég endurskrifi tvö þeirra til þess að hann geti sett þau eða annað þeirra upp í haust. Það kitlar hégómagirnd mína því að þessi verk voru skrifaðu fyrir tíu árum með það fyrir augum að sjá þau á sviði. Fyndið að eitthvað sé að gerast núna, svona löngu síðar! Ég ætla að sofa á þessu í nokkra daga en ég held samt að ég muni eitthvað eiga við þau. Auðvelt að kveikja í leikskáldinu í mér, þótt að það hafi verið fyrir svo löngu síðan borinn til moldu.
Athugasemdir
Æi þú ert náttúrulega hræðilega skotin í þessa fögru veru.... vertu nú til friðs svo að það verði smá framhalds-ástarsaga hérna, vantar alveg alveg krassandi ástarsögu í lífið mitt þessa dagana:)
Það ættu að fylgja blikkandi aðvörunarljós með mömmu þinni!!
Heiða B. Heiðars, 15.3.2008 kl. 19:35
Mamma mín er snillingur! Án hennar væri ég eflaust búinn að vera giftur í 13 ár eða eitthvað og hamingjusamur eftir því. En þetta erfði hún eftir ömmu og afa (foreldra sína) enda byrja allar minningagreinar sem ég skrifa á: hún/hann var ekki allra! Og þannig mun ég enda. En ástin... Sjáum til, tökum eitt kvöld í einu.
Kreppumaður, 15.3.2008 kl. 19:41
Snillingur eða ekki snillingur... ættu samt að amk aðvörunarbjöllur með henni:)
Heiða B. Heiðars, 15.3.2008 kl. 21:01
Móðir mín er biblíupersóna. Þeim á að sýna lotningu og ótta. Ekkert annað.
Kreppumaður, 15.3.2008 kl. 21:03
Ég hneigi mig og beygi full lotningar... en skíthrædd :)
Heiða B. Heiðars, 15.3.2008 kl. 21:13
Þú ert ekki verðandi tengdadóttir svo vertu óhrædd. Ég er farinn út að mæta mínum katastrófuísku örlögum.
Kreppumaður, 15.3.2008 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.