17.3.2008 | 15:34
Bömmer eftir helgina
Er búinn að sjá það að það er ekki gott fyrir mig að kynnast kvenfólki. Það dregur fram minningar um allt sem miður hefur farið í samskiptum við hitt kynið síðustu 18 ár. Og þær sögur mundu nægja til að fylla þetta blogg í mörg ár. Það þarf svo lítið til þess að kveikja á,,hversu stutt og stormasamt verður þetta samband?" takkanum hjá mér. Það var nóg að ég rækist á vinkonu mína, sem er líka vinkona fyrrverandi konu minnar og ég fór í kerfi. varð flóttalegur og vonaði að deitið mitt mundi ekki koma og vilja vera kynnt (hún var úti að reykja, þetta var á Ölstofunni) og fór að stama og vera skrítinn. Kvaddi taugaveiklaður og dró stúlkuna á annan bar. Var þar hálf skrítinn í hálftíma. Það þarf ekkert til þess að koma mér úr jafnvægi. Fyrir utan þetta var þessi helgi ágæt. Ég er samt eitthvað niðri, finnst eins og ég sé að draga þessa stúlku á asnaeyrunum með því að láta eins og ég sé allt í lagi.
Athugasemdir
Einfaldara að útskýra?
Annars ef ég væri í þínum sporum....sem ég er eiginlega, ef út í það er farið... þá kallast þetta "exit-leiðir" hjá mér. Skuldbindingafóbían mín býr til allskonar vandamál.
Er það nokkuð tilfellið hjá þér?
Heiða B. Heiðars, 17.3.2008 kl. 21:29
Jamm, ég hef það stundum á tilfinningunni að ég hafi fengið minn skammt af konu og það sé ekki pláss fyrir eina í viðbót. Svo er ég heldur ekki vissum að ég nenni að segja ævisögu mína enn og aftur. Æji, ég held að ég sé bara þungur núna af því að ég djammaði dálítið hraustlega án þess að hugsa um afleiðingar gerða minna. Bla!
Kreppumaður, 17.3.2008 kl. 22:01
Oh..það! Kommon, ekki í fyrsta og örugglega ekki í síðasta skipti :)
Heiða B. Heiðars, 17.3.2008 kl. 22:06
Æji, ég er hálf krambúleraður á sálinni. Og búinn að tala og skrifa út í það óendanlega. Pffff.
Kreppumaður, 17.3.2008 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.