Að horfa á fólk étið lifandi

Eftir að hafa horft á meira en góðu hófi gegnir af myndböndum af geimverum skornum í sundur á skurðborðum, fór ég og leitaði að hinum nördaskapnum í mér - hákörlum.  Og komst í feitt.  Fullt af myndböndum þar sem þessar skepnur ráðast á sundmenn fyrir framan vélarnar og tæta þá í sig eða í það minnsta, synda í burtu með eins og einn lim.  Og þar sem þessi myndbönd eru ekki fölsuð eins og geimverurnar úr frauðplastinu, þá eru angistarvein fórnarlambanna ein og sér nægileg til þess að manni verður hálf óglatt.  Og núna munu allar mínar hákarla og geimverufóbíur vitja mín og halda mér skjálfandi undir sæng af hræðslu.  Takist mér að sofna munu hvassar tennur eða tæki til endaþarmsrannsókna vitja mín og vekja mig upp sveittan.  Sem betur fer er bara klukkutími eftir af þessum nördamánudag og vika í að hann verði endurtekinn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bara Steini

Geimveruhákarlar sem synda um í þyngarleysi og anda súrefni...Brrrrr....

Bara Steini, 17.3.2008 kl. 23:22

2 Smámynd: Kreppumaður

Þú skilur mig, þú skilur mig!!!

Kreppumaður, 17.3.2008 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband