18.3.2008 | 17:19
Borinn frjáls í hlekkjum
Rakst á svohljóðandi áletrun eftir Rousseau: Maðurinn er borinn frjáls, en allstaðar er hann í hlekkjum. Og ég fór að velta því fyrir mér í hvað hlekkjum skildi ég vera? Fyrir utan leiðinlegrar vinnu og þráhyggju til kvenna? Ætli ég sé líka haldin einhverjum öðrum meinlokum sem ég sé ekki? Eins og þeirri að halda að ég sé svo klár að það sem mér dettur í hug, eigi erindi til annarra, í gegnum þetta blogg? Að ég sé svo víðsýnn og velupplýstur að ég sé laus við fordóma? (Helvítis kynvillingum er bannað að kommenta á þetta blogg!) Ég held að ég sé eins og Houdini áður en honum var varpað í Dóná. Hulinn keðjum nema að ég er engin jogameistari sem get smeygt mér undan fargi hlekkjanna. Í besta falli get ég feikað það gagnvart öðrum hversu margir, þykkir og þétt ofnir þeir eru. Þó ekki gegn rappþyrstum nágrönnum mínum, svipurinn sem ég sendi þeim niður á næstu hæð í gegnum steinsteypt gólfið mundi meira að segja hræða mömmu!
Núna pæli ég í því hvernig ég eigi að losa mig við þessar meinlokur sem þrá mig? Ég óttast bara að ef ég færi til sálfræðings þá yrði ég eins og Alvy Singer í Annie Hall, farinn að geta sofið með slökkt ljósin eftir vikulegan tíma í fimmtán ár! Það kæmi sennilega bara meira rusl upp á yfirborðið, fleiri og þyngri hlekkir. Ég held að ég geri bara eins og Houdini. Fari í jóga og smjúgi á milli hlekkjanna háll eins og áll og endi á bólakafi í Dóná, þeim drulluga pytt.
Athugasemdir
Ég hugsaði um það í dag hvort ég ætti að fara aftur til sálfræðings en mér leiðist að tuða og röfla um vandamálin. Í staðin byrgi ég þau inni og tapa mér í hreingerningum, oh svo heilbrigt!
Ragga (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 18:56
Þegar ég var í sambúð/giftur og var pirraður var ég inni í eldhúsi að þurrka af eða vaska upp manískur! Gott að það eru fleiri þannig. En ég ætla ekki til sálfræðings, ætla bara að vera hálfviti. En ég er að hugsa um að fá mér spjald að bera sem stendur á í stað, brennið kirkjur: forðist!
Kreppumaður, 18.3.2008 kl. 18:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.