18.3.2008 | 21:14
I want to be happy boy!
This meen that you must employ my lies/when I want you...
Kvöldið byrjaði á því að ég opnaði flösku af rauðvíni til þess að fagna nokkurra daga fríi og sat og hlustaði á Torna surriento og þýddi lauslega textann: sólskinið dansar á haftoppum/ljúfar hugsanir sækja að mér/ég hef svo oft litið augu þín/á næturnar þegar mig dreymi. Ekki merkilegur kveðskapur og minnir um margt á ljóð eftir ungling eða blogg eftir miðaldra rómantíker. En lagið er fallegt og ég komst við og söng yfir pönnunni með snarkandi kjúklingnum. Saup meira vín og allar kreppur voru gleymdar um sinn.
Setti inn tvær færslur undir vellíðan víns.
Og ég borðaði og fyllti glasið mitt aftur og dramatísk óperutónlist yfirgnæfði rappskruðninginn frá neðrihæðinni og ég opnaði gamla bók og las um dauðann og fánýti allra hluta og gladdist yfir tilveru minni. Og ég lagði frá mér bókina og tók upp símann og hringdi. Þýð rödd sagði lágt hæ. Ég spurði hvað hún væri að gera? Ekkert svaraði hún en þú? Hlusta á tónlist og fá mér smá vín. Ég líka: má ég vera memm? Hvað ertu að hlusta á, ég heyri það ekki spurði hún? Ég hækkaði. Þetta er svo fallegt lag sagði hún. Ég fór með textabrot og hafði það eins hallærislegt og ég gat. Það tísti í henni yfir leirnum. Þú eyðileggur lagið sagði hún svo og ég heyrði að henni var mjög skemmt. ,,En þú kvaddir mig/nú get ég ekkert nema syrgt...
Ertu að kveðja mig, spurði hún stríðnislega? Og áður en ég vissi af hafði ég sagt kannski? Það var þögn í símanum og svo spurði hún hvað ég ætti við með kannski? Hún væri búin að fá einn skammt af efasemdum frá mér og vildi ekki annan. ég sagði að kannski þýddi já. Það kom þögn og svo sagði hún nafn mitt og bætti við, það er eitthvað mikið að hjá þér! Já, svaraði ég. Ég get þetta ekki núna en kannski síðar? Það er ekkert síðar, það er núna eða aldrei!
Og ég kvaddi hana og sagði að ég sæi eftir þessu, að vera svona mikill asni við hana. Ég væri bara ekki tilbúinn í eitt né neitt, ég væri ennþá flakandi sár, ekki eftir aðra konu, heldur frekar eftir sjálfan mig og hvernig ég brygðist alltaf við því þegar stúlkum þætti vænt um mig. Og ég sagði að ég sparaði okkur báðum mikinn sársauka.
,,Ætlarðu að hringja einhvern tíman í mig?" Spurði hún og var leið. Ég lofaði engu og lagði á. Og slökkti öll ljós og hækkaði þetta helvítis gaul í botn og sá eftir því sem ég hafði gert og varð leiður og bloggaði. Bloggið. Það er mína kona. Kona sem ég hata og fyrirlít. Sennilega kem ég ekki hingað aftur og þó ég er dregin að vörum sem eru times new roman og brosa til mín í svefni sem vöku. varir sem ég snerti hvenær sem hægt er. Meðan aðrar bogadregnari eru látnar ókysstar. Ég er svín, ég veit. ég hendi frá mér því sem alla dreymir um. ég fórna öllu fyrir ekki neitt. Verði svo.
Ofan á allt er ég að drekka argentínskt vín. Og ekki hlusta á Pavarotti syngja þetta lag. Heldur Uppáhaldið mitt hann Di Stefano, en hann er búinn að vera lengur í gröf sinn en bæði ég og Pavarotti.
Athugasemdir
Ég þekki eina sem er svona hræðslupúki eins og þú... hrædd við að verða særð, hrædd við að særa.... Safnar undankomuleiðum til að geta gripið til þeirra ef hún þarf að hlaupa...
Fólk kallar þetta skuldbindingafóbíu... ég held að þetta sé bara svona almenn hræðsla við að halla sér aftur og njóta
Heiða B. Heiðars, 18.3.2008 kl. 21:57
Æji, ég skildi fyrir innan við ári. Er ennþá ekki alveg búinn að jafna mig á því drama. Hefur ekkert með fóbíur að gera. Ég er ekki almennt með fóbíu gagnvart fögrum konum.
Kreppumaður, 18.3.2008 kl. 22:00
Skil!! Það er ferli!!
Heiða B. Heiðars, 18.3.2008 kl. 22:31
Það heitir gunguskapur!
Kreppumaður, 18.3.2008 kl. 23:09
LOL
gerður rósa gunnarsdóttir, 19.3.2008 kl. 14:19
Gott að þér er skemmt Gerður!
Kreppumaður, 19.3.2008 kl. 14:39
ojá
gerður rósa gunnarsdóttir, 20.3.2008 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.