19.3.2008 | 18:16
Uppáhalds skemmtistaðurinn minn!
Er búinn að komast að því hver er uppáhalds skemmtistaðurinn minn. Það er ekki subbuleg búlla. Ekki heldur kúl og trendý hótelbar. Ekki heldur heldur líkastan sem ég sef í á næturnar. Nei það er kommentakerfið á þessu bloggi mínu. Það kallað fram hláturrokur sem yfirgnæfa allt rapp og fá mig til þess að gleyma því að brátt mun súr lykt af stöðnu rusli fara að berast hinga upp til mín. Skál!
Athugasemdir
Ef gleðin fer úr böndunum þá er lestur hjá þessum bloggara fín til að smella manni með látum í fýlu!
Skál :)
...á meðan eignamenn gærdagsins máta snörur er mitt stærsta vandamál þessa stundina er að ákveða hvort ég á að vera í bláum eða gráum kjól í kvöld! Ljúft líf
Heiða B. Heiðars, 19.3.2008 kl. 18:50
Ég ætti kannski að koma þá oftar við.
Ragga (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 19:29
Ragga, held samt að þú sért ekki að missa af mjög miklu? En þú ert nú samt alltaf velkomin, ég kannski meira að segja rek inn nefið á morgunn í þynnkunni, á sýninguna meina ég!
Heiða, er einmitt að pæla: dökkblá, svört, eða grá jakkaföt? Eða bara eitthvað annað? Svartur ruslapoki með götum fyrir hendurnar?
Stefán er BLOGGARINN!
Kreppumaður, 19.3.2008 kl. 19:35
Passaðu þig á því að mæta eftir klukkan 4 því þá verð ég farin.
P.s. ég þurfti ekki þynnirinn!
Ragga (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 19:39
Ég mæti á siðsömum tíma. Get farið og keypt mér kartöflur í Kolaportinu og hent þeim í nágranna mína. Hef reyndar aldrei sniffað þynni en einu sinni reykti ég með bróðir mínum h****n og tíminn stóð í stað í svona 3 daga. Sem voru reyndar bara tuttugu mínútur. Enda hef ég ekki gert það aftur. Það örvaði ekki neinar gáfur, dró bara fram mína eigin heimsku.
Kreppumaður, 19.3.2008 kl. 19:45
Ég þyrfti þynni núna. Leiðist að þurfa að skrifa ritgerð, gæti næstum því kosið rappið framyfir, næstum því.
Ragga (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 20:20
Rappið er reyndar hætt núna, aldrei þessu vant. En ég held að þynnir sé það versta sem fólk getur látið ofan í sig - bara sögur af fólki sem endaði fávitar í hjólastól eftir þynni. Hvað með að opna rauðvín með ritgerðinni? Það gagnaðist mér oft vel.
Kreppumaður, 19.3.2008 kl. 20:25
Bjór í bili, ekkert rapp og word ennþá lokað! Ég hélt ég væri í páskafríi.
Ragga (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 20:27
Leiðinlegt að eyða páskafríinu í að skrifa ritgerðir. Vorkenni þér. Hef eytt mörgum páskum í heimskuleg skrif um ennþá heimskari hluti, bara til þess að vera óánægður með hlutskipti mitt!
Vonandi ertu samt ekki að drekka páskabjór? Hann er sull.
Kreppumaður, 19.3.2008 kl. 20:31
Nei, ekki páskasull.
En ég er að ýkja, ritgerðin er stutt verkefni sem tekur í raun enga stund að vinna en ég nenni því ekki, kúrsinn er leiðinlegur, mér leiðist.
Ragga (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 20:49
Sko mágkona mín er búin með allt nema bfa-ritgerðina. Ég hélt að það væri svona 60-100 bls verk eins og í öðrum háskólum, nei það eru fokking 15-20 bls. En hún er að klára. Pfff, tekur því ekki að byrja að skrifa svona ritgerð!
Kreppumaður, 19.3.2008 kl. 21:00
Það tekur því ekki að byrja, það verður afsökun kvöldsins!
Ragga (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 21:23
Það tekur því aldrei að byrja á neinu!
Kreppumaður, 19.3.2008 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.