Mailar

Fékk tvo maila frá systur minni í dag.  Hún vorkenndi okkur báðum fyrir lánleysi í ástarmálum þótt að hún vissi að það væri engum nema okkur að kenna.  Svo sagðist hún sakna þess að komast ekki reglulega á okkar dapurlegu bömmers fyllirí.  Þó að það væru bara sex vikur í það næsta sem yrði úti í Berlín þá saknaði hún þess að hafa ekki einhvern sem skildi sig.  Mér finnst merkilegt hvað við höfum alltaf verið náin og verðum alltaf nánari og nánari með aldrinum.  Og jafnvel þótt að ég hafi gert eitt og annað á hennar hlut og hún á minn, þá þarf aldrei að ræða það neitt frekar.  Það dugir að segja: fyrirgefðu.  Sennilega mundi einhver segja að við værum meðvirk og reiðubúin að viðhalda þessu bömmers ástandi þar sem alltaf allt er á hvolfi og við eigum engan að í heiminum nema hvort annað?  Óheilbrigt er það, já.  En við getum alltaf kennt mömmu um.  Og hvernig hún er við fólk.  Við lærðum af meistaranum.  Systir mín sagði líka að vinur okkar hefði verið að spila úti í Berlín en hún ekki komist.  Þessi sami vinur okkar er fertugur og giftur átján ára stúlku og spurði mig einu sinni hvort að það væri í lagi ef hann giftist systur minni ef hann mundi skilja?  Ég sagði að hann yrði að spyrja pabba og vera reiðubúinn að borga fyrir systur mína með geitum.  Hann bauðst til þess að borga fyrir hana með gíturum.  Ég sagði að tuttugu skot á barnum og ég mundi tala hans máli.  Svo mundum við ekki meira um sinn.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband