Stjörnurnar í nótt

Og eins og svo oft áður læt ég seiðast af stjörnum sem tindra á himninum og neonljósum sem lýsa upp inngang á börum. Og ég er dreginn út af þessum öflum, þessum ljósum, sem stundum hafa orðið mér til gæfu, oftast til fjörtjóns.  Og ég fer út svartklæddur en þó ekki dapur og mun undrast á leiðinni á vit glaumsins, hvað himininn getur verið fallegur og hvað margar stjörnur eru þar sem á jörðu niðri, sem eru tilbúnar að lýsa mér aftur leiðina heim.  En ég ætla ekki að láta þessi ljós sem skína hvað skærast og geta orðið að augum, brúnum og grænum og dökkbláum og stórum, heilla mig.  Nei, ég mun bara feta mína slóð staðfastur, fram og til baka.  Og kannski, ef ég verð of fullur, leggjast á bakið í einhverjum garð og horfa á himininn koma niður á móti mér uns ég verð umvafinn glitrandi ljósum, stjörnum, þessari tilfinningu að það sé allt í lagi að deyja, hafi maður elskað!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mætt aftur og ekki hefur kreppan brugðist, allt að því áþreifanlegur þessi tregi, mér líkar hann .......eitthvað svo kunnuglegt.....

Takk fyrir mig,

Ofurskutlukveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 00:04

2 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Þú ert dýrðlegur í tjáningu þinni vinur minn !

Meira af svona mönnum !

Góða páska...

Lárus Gabríel Guðmundsson, 20.3.2008 kl. 12:50

3 Smámynd: Kreppumaður

Takk.

Kreppumaður, 20.3.2008 kl. 15:10

4 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Jahérna!! Mín hrós blikkna í samanburðinum!

Heiða B. Heiðars, 20.3.2008 kl. 18:30

5 Smámynd: Kreppumaður

Og mér líður sem glötuðum snillingi.

Kreppumaður, 20.3.2008 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband