20.3.2008 | 15:29
Heilabrot
Í gær kom kona til mín þar sem ég stóð og blaðraði um fótbolta með vini mínum og þakkaði mér fyrir að skemmta sér með blogginu mínu. Ég var hissa, ég vissi ekki að ókunnugt fólk gæti þekkt mig af skrifum mínum. Þessi kona veldur mér ennþá miklum heilabrotum.
Svo heyrði ég líka slæma kjaftasögu um sjálfan mig frá vinkonu minni sem kom mér í fýlu. En bara í svona tíu mínútur. Það sem fólk slúðrar um aðra stafar af leiða hjá því sjálfu eða einhverjum hvötum sem maður á ekki að reyna að skilja, bara að leið hjá sér.
Athugasemdir
Ég fiktaði í litinum á myndinni af því að ég vildi ekki að fólk þekkti mig út á götu... en það hefur ekkert virkað sérstaklega vel
Heiða B. Heiðars, 20.3.2008 kl. 18:26
En ég er ekki með mynd af mér eða nafn! Fokk, hvað mér var brugðið enda þekkti ég þessa konu ekki neitt!
Kreppumaður, 20.3.2008 kl. 18:50
Ég þekki þig ekkert en fattaði samt hver þú værir, það er nokkuð augljóst, svona ef maður hefur lesið þig áður.
Ragga (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 18:52
Ég hef greinilega ekki lesið þig áður... eða er bara svona fattlaus! Hef ekki græna glóru um það hver þú ert... og mér er eiginlega alveg sama. Ert bara fínn sem kreppumaður
Heiða B. Heiðars, 20.3.2008 kl. 18:58
Sko Ragga, það hefði verið skrítið ef þú hefðir ekki þekkt mig! Svo mikið endurtek ég mig, ár eftir ár. Og þú þarna, Heiða, þú hefur eflaust ekki lesið mig áður. Mig grunar reyndar að sú sem talaði við mig í nótt hafi lesið gamla bloggið mitt? Samt talaði hún eins og hún hefði bara verið að lesa mig samdægurs. Allt mjög dularfullt.
Kreppumaður, 20.3.2008 kl. 19:03
Hún hefur kannski verið eins og ég, lesið gamla bloggið og spottað þig undir eins hér, ekki svo erfitt að villast inn á bloggin af mbl.is
Ragga (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 19:13
Mjög líkleg tilgáta. Annað væri óhugsandi þar sem við þekkjumst ekkert. En þeir sem þekkja mig þurfa ekki að lesa nema svona hálfa færslu til að sjá hver er þar á ferð.
Kreppumaður, 20.3.2008 kl. 19:17
Þú settir nú líka einhverjar myndir af þér á gamla bloggið, þess vegna þekkti ég þig í þetta eina skipti sem ég hef séð þig, við barborðið á Sirkus!
Ragga (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 19:21
Við barborðið á Sirkús, illa útleikinn og þreyttur í vetur. Þetta er kunnuglegt stef í lífi mínu, að fólk hafi séð mig upp við barborð eða önnur borð. Gátum við ekki hist í Hagkaup!
Kreppumaður, 20.3.2008 kl. 19:24
Neh, það er ekki eins skemmtilegt auk þess sem ég hef heyrt "kjaftasögur" um þig líka, þá var barborðið á Sirkus frekar viðeigandi.
Ragga (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 19:56
Kjaftasögur geta verið stórskemmtilegar. Líka pirrandi. Sérstaklega þegar maður veit hvernig að þeim er staðið. Mér finnst samt leiðinlegt að kjaftasagan sem var lífseigust um mig, að ég væri hommi, og gekk á árunum 1993-1998, er dauð. Það gat verið erfitt fyrir stúlkur að sjást með svona kynvillingi eins og mér.
Kreppumaður, 20.3.2008 kl. 20:07
Miðað við þær sem ég hef heyrt þá er álíka slæmt, ef ekki verra fyrir stúlkur að sjást þér við hlið.
Ragga (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 21:53
Jamm, þær eru flestar runnar undan rifjum fyrrverandi eiginkonu minnar. Og ég sór þess eið að svara því ekki, þótt að ég sé með ör bakvið eyrað eftir að hafa verið laminn með bjórflösku, þótt að allar rúður í íbúðinni minni hafi verið brotnar, þótt að yfirmenn mínir hafi fengið maila þar sem ég er sakaður um barnaníð...
Og svo margt fleira. En ég tel mig meiri mann með því að vera ekki að standa í svona harki og vitleysu. Það sýnir bara innræti þeirra sem koma sögunum af stað. Og ég var svo oft varaður við henni þegar við kynntumst en hlustaði ekki á það , bæði frá bróður mínum og systur.. . Því að ég hélt að þau væru bara að bergmála slúður.
Kreppumaður, 21.3.2008 kl. 00:07
Er nú ekki óþarfi að vera að strá salti í sár? Það er hvorugu ykkar til hagsbóta að skrifa svona á þessum miðli
Fríða, 21.3.2008 kl. 12:31
Rétt, maður á ekki að vera bitur, pirraður og reiður.
Kreppumaður, 21.3.2008 kl. 14:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.