Ævisögur

Mér leiðast ævisögur þar sem biturleiki og vonbrigði leka af hverri blaðsíðu.  höfundur réttlætir að hvers vegna minna varð úr honum en efni stóðu til.  Ef það var ekki fátækt og basl og kreppa, þá var það vegna þess að hann var sósíalisti og fékk því ekki notið sammælis.  Nú eða þá að hann var svo hægrisinnaður að helvítis kommarnir í bókmenntaklíkunum hindruðu að hann fengi þá dóma og umfjöllun sem hann átti skilið.  Mér leiðist svona sjálfsvorkunn.  Þegar ég lýk við ritun ævisögu minnar (en hún er ennþá í endalausum brotum og nokkur þúsund blaðsíður nú þegar) verður allt mér að kenna.  Ekki neinum öðrum.  Ég mun viðurkenna öll mín mistök og ef einhver hefur sett stein í götu mína mun ég einfaldlega glotta: ekkert er nokkur tíman nokkrum að kenna!  Hafi orðið minna úr mér en efni stóðu til, þá er það einfaldlega vegna leti og metnaðarleysis.  Ég man ekki að nokkur hafi nokkurn tíman hindrað mig í því að láta drauma mína rætast nema ég sjálfur.  En ég byrjaði á þessu þusi því að ég sökkti mér niður í ævisögu manns sem er löngu látinn (og verður því ekki nefndur hérna) en sú bók er full af grenji yfir því hvað annað fólk hindraði hann í því að verða stórskáld.  Í staðinn varð hann biturt smáskáld, orti eitt og eitt ljóð og týndi þau á áratuga fresti í þunn kver.  Og hvað er þá þessi ævisaga?  Afsökun?  Réttlæting á afkastaleysi? Þegar mín kemur út (fyrsta bindi) mun hún koma út til þess að skemmta fólki og fá það til að hlæja að eymd minni og óhamingju.  Ef hún kemur þá út?  Mér er slétt sama með það.  Alla veganna ætla ég ekki að skrifa ævisögu til þess að útskýra hvers vegna ævisagan mín kom ekki út! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyllist tilhlökkun, ævisaga Kreppumanns, hljómar vel!

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 21:07

2 Smámynd: Kreppumaður

Hún mun heita: líf í kreppum.

Kreppumaður, 20.3.2008 kl. 21:32

3 identicon

Líf í kreppum!

Er sammála þér með þessar ævisögur, ótrúlegt hvernig er hægt að skrifa heilu bækurnar um ekki neitt!

Á ekki von á að þín verði þannig, hljómar eins og maður með reynslu sé hér á ferð!

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 22:00

4 Smámynd: Kreppumaður

Reynslu af hverju?  Að vera bara ég?  Það er ekki nóg en það samt fer eftir því hvernig maður skrifar.  Það er hægt að skrifa um ekki neitt og láta það vera þannig að fólk hafi gaman af því að lesa!

Kreppumaður, 21.3.2008 kl. 00:09

5 identicon

akkurat!

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 00:14

6 Smámynd: Kreppumaður

Eða ég skrifa um það hversu mikið ég hef verið misskilinn!  En ég nenni því ekki.  En kannski fer ég að birta hérna kafla úr þessari bók.  Hún bara vex og vex.

Kreppumaður, 21.3.2008 kl. 00:16

7 identicon

Já, hernig væri það? Smá sýnishorn..... misskilinn?

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 00:19

8 Smámynd: Kreppumaður

Jamm, það kemur að því að ég fari að birta hérna smá mola um ættir mína og uppruna og hvernig ég varð sá sem ég er.  En fyrir utan steypuhrærivél sem féll í höfuðið á mér þá á ég líka áa sem hjálpuðu ekki mikið til.  Og mömmu sem drepur konur með augunum einum saman.

Kreppumaður, 21.3.2008 kl. 00:29

9 identicon

Úúúú...............mömmu sem drepur konur með augunum! Mikið af dauðsföllum í kringum þig?

Hlakka til a fá mola.

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 00:37

10 Smámynd: Kreppumaður

Móðir mín ætti að vera vísindamönnum rannsóknarefni.  Hún er grimmari en hvíthákarl sem finnur blóðlykt.

Kreppumaður, 21.3.2008 kl. 00:39

11 identicon

kominn af hvíthákörlum, jahá það var og! Verðugt rannsóknarefni.

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 00:44

12 Smámynd: Kreppumaður

Mamma er tengdamóðir frá helvíti.  Hún er martröð.  Ótrúlegt að eiginkona bróður míns hafi þolað hana í níu ár!

Kreppumaður, 21.3.2008 kl. 00:47

13 identicon

Það er þá kannski frekar spurning um að rannsaka eiginkonu bróður þíns!

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 00:53

14 Smámynd: Kreppumaður

Um hana hafa nú þegar verið skrifaðar langar og lærðar ritgerðir.  Flestar tengdar rannsóknum á þolinmæði!

Kreppumaður, 21.3.2008 kl. 00:59

15 identicon

Lít við síðar!

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband