Óvænta stefnumótið

Fyrir nokkrum dögum lofaði ég vinkonu minni að fara út með erlendum gestakennara sem er á Íslandi núna.  Ég var ljúflega beðinn um að taka þessa stúlku (sem er víst jafngömul mér) og sýna henni einhverja neðanjarðar bari (sem eru deyjandi) og sjá til þess að hún kæmist í kynni við hugsandi fólk.  Vinkona mín sem bað mig um þetta er frekar ferköntuð og gift með tvö börn og heldur að ég viti allt um íslenskt skemmtanalíf.  Og í kvöld er svo víst komið að þessu?  Fékk símtal þar sem ég var spurður hvort ég talaði þýsku.  Helst ekki svaraði ég og fékk svo að vita deil á viðmælanda mínum.  Jú, ég var víst búinn að lofa að fara með henni út.  Ég hélt reyndar að það kæmi aldrei að þessu og þess vegna lofaði ég upp í ermina á mér.  Og núna hef ég klukkutíma til þess að finna einhverja afsökun hvers vegna herra djamm, kemst ekki á djammið.  Sjálfur get ég ekki hugsað mér að fara út og alls ekki með konu sem ég hef aldrei séð og er þar að auki þjóðverji.  Mín reynsla af stúlkum frá þessu heimshorni sem Þýskaland er er sú að þær séu ekki mestu tísku´drósir í heimi, heldur frekar svona í Hagkaupssloppum úti að labba með stóra hunda.  Fordómar?  Já, viðurkenni það.  45 mínútur til að búa til sannfærandi lygasögu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Hljómar eiginlega mjög illa. Þvingunarstefnumót með þýsku kvenfólki eru aldrei góð .........

Lárus Gabríel Guðmundsson, 20.3.2008 kl. 20:33

2 Smámynd: Kreppumaður

Þetta er martröð.  Er að hugsa um að gera það sem ég geri þegar ég kemst í vandræði með fólk - slökkva á símanum!  En þá fæ ég skammir frá þessari vinkonu minni sem bað mig fyrir þýskafólinu. 

En ef hún er sæt?  Er ég þá að missa af einhverju?  En ef hún er forljót?  Þá sit ég uppi með hana fyrir allra augum á einhverjum bar og get aldrei la´tið sjá mig þar aftur!  Ég er svona grunnur!

Kreppumaður, 20.3.2008 kl. 20:40

3 identicon

Grunnur! nei,nei þetta heitir ekki að vera grunnur, heldur bara einfaldlega meðvitaður um eigin ágæti!

Kæri kreppumaður það er alger óþarfi að slökkva á símanum, á svona stundum grípur maður bara til gamala góða ofurskutlsins og segir bara einfaldlega þetta er ekki í minni starfslýsingu og þar að auki vissi ég ekki til að ég inni hjá Ferðamálaráði, það hafi amk engin launatékki borist.

Halló allt fullt af sætum! Vissi ekki að það væri kreppa skollin á þar!

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 21:04

4 Smámynd: Kreppumaður

Sko Guðbjörg, ég var bara heiðalegur aldrei þessu vant og sagðist ekki hafa tíma til þess að hitta hana í kvöld.  Hún var fúl.  En hvað með það.  Ég á kvöldið sjálfur fyrir sjálfan mig og get ráðstafað því að vild.  Og þarf ekki að drag einhverja ókunna stúlku á eftir mér.  Mér gengur nógu illa með þær sem ég þekki að ég taki ekki við þessum pakka líka.

Kreppumaður, 20.3.2008 kl. 21:06

5 identicon

Föstudagurinn langi, lokar ekki allt á miðnætti ;)

Ragga (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 21:19

6 identicon

Gott, gott!

Á að halda á vit ævintýranna í borg óttans?

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 21:24

7 Smámynd: Kreppumaður

Það er skírdagur í dag en það lokar allt klukkan tólf held ég.  Ég fer ekki fet.

Kreppumaður, 20.3.2008 kl. 21:33

8 identicon

Það er það sem ég meinti, föstudagurinn langi á miðnætti, gerist ekki betri afsökun held ég.

Ragga (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 21:39

9 Smámynd: Kreppumaður

J, hann er víst genginn í garð!

Kreppumaður, 21.3.2008 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband