Planið fyrir páskana

Eftir óvenju tíðindalítinn dag þar sem ég sat bara heima (og lesist: ætla að sitja heima fram á þriðjudag) þá er ég að hugsa um að skríða undir sæng með þessa hundleiðinlegu sjálfsvorkunnarbók sem ég er að lesa.  Ævisaga næstum óþekkts undirmálshöfundar sem loksins gat komið frá sér bók 1955, þá jafn gamall mér.  Ég ætla bara að lesa núna í 4 daga fyrir utan eitt matarboð hjá foreldrum mínum, búinn að afþakka allt annað.  Ég finn það bara að ég þarf að taka því rólega og sofa vel og lengi og vera í friði og ró og afslöppun.  Það mest æsandi sem ég mun gera að lesa ævisögu manns sem var heróínneytandi í London í kringum 1980.  Það verður mesta víma sem ég mun komast í næstu daga!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband