Fjallið horfið

Skaust út í búð að kaupa mér gos og nammi og viti menn!  Ruslahaugurinn var kominn í sjö svarta plastpoka.  Ótrúlegt!  Skyndilega datt mér í hug að þeir félagar læsu bloggið mitt en það er frekar langsótt.  En ég er talsvert kátur með það að ruslið er þó ekki flæðandi út um allt.  Og þótt að það sé ennþá fjall í anddyrinu sem maður verður að skáskjóta sér framhjá er það þó í vellokuðum pokum og lyktin ekki eins megn og áður.   

Kalt og fallegt veður úti og fullt af fólki í bænum.  Sá að öll kaffi og veitingahús voru opin.  Gott, þá getur fólk glaðst í kvöld og djammað fram eftir morgni.  Ég ætla mér sem fyrr að lesa og hvíla mig.  útlitslega (er heldur fölur og tekin núna, meira að segja of mikið fyrir minn smekk) hef ég gott af því og líka að ég er kominn með nett ógeð á barsamskiptum.  En það ógeð gæti samt runnið af mér á morgunn. 

Ætla að klára bókina sem ég er að lesa og svo ætla ég að skrifa systur minni mail sem tengist gömlum og súrsætum minningum.  Algjör harmagrátur og tilfinningaklám.  Það ætti að ergja hana á morgunn þegar hún les mailið.

Því að það er hin eina rétta páskastemning, annað hvort að ergja fólk eða fara til Filippseyja og láta krossfesta sig með nagla í gegnum alla útlimi og allt!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband