Töfrar útvarpsins

Ţađ er fátt eins notalegt og klukkuhljómur og rödd sem segir ađ nú verđi sagđar kvöldfréttir.  Ríkisútvarpiđ er svo guđdómlega tímalaust og notalegt ađ ţađ kalla fram geispa um leiđ og ţulurinn kynnir sig og hefur lestur.  Og ţegar ég hlusta á fréttirnar verđ ég tímalaus í aldri.  Ég gćti allt eins veriđ lítill strákur viđ eldhúsborđiđ hjá afa og ömmu ađ bíđa ţess ađ vera sóttur.  Kertaljós í glugga, amma ađ bauka í eldhúsinu, afi í bađi eftir vinnudag, snjómugga fyrir utan gluggann.  Ég gćti líka veriđ kominn í íbúđina úti á landi ţar sem brimiđ skvettist upp á stofuglugga hjá mér í verstu hviđunum og draugar reikuđu um á milli timburhúsa og einveran var stundum svo dásamlega ađ hún opinberađi mér ţau sannindi ađ ekkert í náttúrunni vćri eins, engar tvćr greinar yxu á sama hátt, engar tvćr öldur vćru jafn stórar eđa freyđandi, engir regndropar jafn stórir.  Ţađ eru ţessir töfrar sem rás eitt nćr ađ framkalla hérna hjá mér í kvöld.  Búa til friđ og stađleysi.  Tímaleysi.  Ég er á öllum aldursstigum í augnablikinu, ég er á öllum stöđum sem ég hef heimsótt.

Og dagskráin er búin ađ vera međ ţyngsta móti í dag.  Kirkjutónlist, Jesús í skáldskap Davíđs Stefánssonar, Passíusálmarnir...  Ekki beint popptónlist og dćgurspjall.  En samt á einhvern hátt svo vel viđeigandi á degi ţar sem fólk á ađ hvíla sig og leita inn á viđ.  Dokka viđ og hugsa um ţađ ađ ţrátt fyrir víđáttu mikla og svarta sanda eru engin sandkorn eins, ekkert blóm vex upp aftur, og ekkert fólk skilur eđa hugsar ţađ sama og nćsti mađur.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiđa B. Heiđars

Rás 1 er eiginlega ţađ eina sem mađur getur treyst á ađ breytist ekki...eđa hvađ?
Ótrúlega fínn fastur punktur í órólegri tilveru!

Heiđa B. Heiđars, 21.3.2008 kl. 21:16

2 Smámynd: Kreppumađur

Barir og Rás 1.  Ţađ er ég.  EF ég er ekki ađ óreglast ţá ligg ég yfir rás 1, finnst til dćmis frábćrt ađ geta náđ í ţćtti sem ég hef misst af á vefnum ef ţađ er ekkert spennandi í augnablikinu.  Fyrir utan ađ RÚV hefur menntađ smekk minn á klassískri tónlist í gegnum árin.  Og svo vilja menn einkavćđa ţennan gimstein?  Og gera Rás 1 ađ enn einni poppstöđinni.

Kreppumađur, 21.3.2008 kl. 21:20

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband