22.3.2008 | 13:58
Heimurinn snýst í kringum mig
Dásamlegur afslöppunardagur runninn upp. Ekki heyrt svo mikið sem tón af rappi þótt að nóttin hafi verið frekar furðuleg og full af ónæði. Fyrst rétt fyrir fjögur rumskaði ég við sms: hæ hvað segir þú? Ég þekkti ekki númerið en kannaðist við það svo ég fletti því upp. Það var ekki skráð. En ég held að ég eigi að þekkja þetta númer. Það grefst kannski upp úr hyldjúpum míns aldna huga. Ég var alveg að festa svefn þegar það var hringt, nálægt hálf fimm. Deitið mitt frá síðustu helgi. Að spyrja hvað ég væri að gera. Sofa sagði ég. Ætlarðu ekkert að tala við mig, sagði hún? Ég sagðist ætla að tala við hana. Þá vildi hún fá að koma, mér fannst það mjög vond hugmynd undir morgun og hún greinilega mun drukknari en ég. Svo ég sætti mig við þá málamiðlun að hún mætti hringja í mig í kvöld. Á samt ekki von á því að hún geri það fólk er oft hrætt við að efna það sem það segir undir áhrifum. Ég var rétt búinn að losna við hana úr símanum er vinkona mín hringdi: þú ert svo mikill aumingi! Nú, hvað hef ég aumingjast? Þú svara ekki sms-unum mínum? Þá mundi ég eftir því að hafa fengið 2-3 sms frá henni á miðvikudagskvöldið, nóttina en verið of upptekinn af vini mínum til þess að svara, átti líka von á því að rekast á hana á Ölstofunni. Ég sagði henni það, hlustaði á hana draga af sér stígvél með andvörpum og tilheyrandi sparki. Svo blaðraði hún eitthvað um fólk sem ég þekki lítið en hef stundum hitt með henni. Heimtaði loks að ég kæmi með sér út á páskadag. Ég sagðist hugsa málið, yrði hjá foreldrum mínum í mat og ætlaði að vakna snemma til þess að eyða deginum með afkvæminu. Ég bauð góða nótt. Leið eins og ég væri vinsælasti maður í heimi. Að sólin kæmi bara upp til þess að skína á mig. Búinn að fá eitt sms og tvö símtöl á innan við klukkutíma. En merkilegt að þetta fólk muni bara eftir mér þegar það er komið undir morgunn? Nema að það hafi varið allri nóttinni í örvæntingarfullri leit að mér? Heimurinn snýst í kringum mig!
Athugasemdir
Rangt! Heimurinn snýst um mig! Hef ekki undan að svara emailum, essemmessum, emmennessum og símtölum..."Heiða, hvað er eiginlega með þig og þennan bloggara"?..... sem sagt, heimurinn snýst um þig og mig ;)
Heiða B. Heiðars, 22.3.2008 kl. 15:22
Mikið er lítið í gangi í lífi sumra! Sagðirðu þeim ekki frá leynilega stefnumótinu okkar við rauðvínshilluna í ÁTVR?
Kreppumaður, 22.3.2008 kl. 15:47
Neibb...Þurfti þess ekki!! Liðið búið að lesa sig til um "stefnumótið"
Heiða B. Heiðars, 22.3.2008 kl. 15:51
Þannig að ég get upplýs um svik þín sem lést mig bíða og bíða í fleiri klukkutíma í ÁTVR. Og stúlkan sem heilsar mér úti á götu var ekki að vinna þannig að ég las utan á alla rauðvínsflösku miðana. Nú veit ég allt um vín.
Kreppumaður, 22.3.2008 kl. 15:55
Shit! Ég á eftir að fara í búðina!! Er ég orðin of sein?
Heiða B. Heiðars, 22.3.2008 kl. 16:00
Of seint til að rekast á mig þykjast lesa á flöskur en það er opið til 18.00
Kreppumaður, 22.3.2008 kl. 16:02
Ok! Farin! Geturðu ekki bara farið aftur og lesið fyrir mig á flöskur?
Heiða B. Heiðars, 22.3.2008 kl. 16:02
Nei, þá enda ég á því að kaupa meira en er gott fyrir líffæri og sál í þessum hrjáða líkama.
Kreppumaður, 22.3.2008 kl. 16:03
Ok..skil. Við finnum bara upp á nýju "stefnumóti" fyrir fólk að smjatta á. Annars er kommentakerfið þitt að gera góða hluti í þeim málum
Heiða B. Heiðars, 22.3.2008 kl. 16:05
Gott, fólk kemur og les kommentin, ekki færslurnar. Það er toppurinn á því að vera misskilinn.
Kreppumaður, 22.3.2008 kl. 16:09
Hey!Ég málaði bæinn rauðan á miðvikud.kvöldið og fékk ekki svona mikil viðbrögð frá vinum og kunningjum eftir það eins og ég hef fengið eftir tjattið hérna í gær!
Svona er þetta bara...maður veit aldrei hvað það er sem vekur athygli;)
Heiða B. Heiðars, 22.3.2008 kl. 16:13
Hvað get ég sagt? Ég er ennþá hissa yfir því að fólk sýni samskiptum okkar hérna áhuga? En fólki tekst mjög oft að gera mig hissa svona yfirhöfuð, þannig er nú það.
Kreppumaður, 22.3.2008 kl. 16:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.