Kirkjan og kreppa

Stundum minnir kirkjan mig á mig.  Hún er alltaf að reyna að fóta sig í heimi sem breytist ört og hafnar gömlum gildum í gríð og erg.  Heimi sem er orðinn svo hraður að fólk gefur sér aldrei tíma til þess að setjast niður og íhuga stöðu sína í veröldinni.  Ég geri það sjaldnast, þó reyndi ég það í gær.  En að breyta ímynd helvítis er ansi gott.  Helvíti í dag er það að vera einn og sviptur þeirri líkn sem annað fólk sem þykir vænt um mann er fært um að veita.  Að vera svo einn og týndur í þessum heimi að þar er ekkert sem getur svipt í burtu einmanakenndinni.  Ekki bros né hlý snerting.  Eflaust eru fleiri í helvíti hér á landi en í helvítunum hans Dantes.  Og líða mun verri kvalir.  Hjá Dante lentu samkynhneigðir á 7 stigi helvítis og var þar gætt af mínatárum og kentárum.  Ekki eru mörg ár síðan þessi minnihluta hópur varð fyrir örvum kentára hér á landi sem annarstaðar.  Þurfti að fara með veggjum og neita hneigðum sínum og tilfinningum, opinberlega.  Er það ekki verra en fáein spörk frá goðsagnaveru sem er hálfur maður og hálfur hestur?  Að geta ekki staðið með sjálfum sér? 

Og ef það er helvíti að vera einn og týndur, þunglyndur og háður vímuefnum eða svo firrtur að maður getur ekki notið samneytis við fólk, er þá kirkjan himnaríki?  Um leið og hún tekur mann í faðm sin verður allt gott?  Tár upp þurrkast, einmanaleikinn hverfur og maður á öruggt skjól og frið í samfélaginu innann kirkjunnar?  Kannski?  Ég ætla ekki að dæma það?  Hef aldrei verið trúrækinn maður þótt að stundum hafi örlað á trúarþörf hjá mér.  Þó ekki lengi í einu.

En það er gott að kirkjurnar í nágrannalöndum okkar eru farnar að endurskoða þennan 1600 ára opinbera texta sem Biblían er.  Til þess að kirkjan geti viðhaldið lifandi trú, þá þarf hún að þroskast og þróast og færa sig nær nútíma manninum.  Hugmyndin um að helvíti sé á jörðu og sé andlegt, saman ber andleg veikindi, er góð.  Og að vinna bug á þessum annmörkum sé að finna guð?  Eða prósak.

En ef að svona mörgu fólki finnst lífið einskinsvert, og mig grunar að það séu fleiri sem hugsa þannig en maður vill trúa, þá hljótum við að þurfa á einhverju öðru og meira en bara kirkjunni að halda?  Hvað með manneskjulegra samfélaga?  Þar sem peningar og öflun gerviþarfa eru ekki númer eitt og tvö?  Hvað með samfélag sem gerir fólki kleyft að lifa á 46 stunda vinnuviku eða 32?  Hvað með samfélag þar sem fólk þarf ekki að leiga tveggja herbergja kytru á 140þúsund?  Eða kaupa kjallaraholu á fimmtán milljónir?  Hvað með samfélag þar sem hollur matur er ódýrari en skyndibitarusl?

Æji, það skiptir engu máli hvað ég tuða.  Ég hef svo sem engar skoðanir á trú eða samfélagsmálum og aldrei reynt að halda öðru fram.  En ég held að bæði kirkjur og stjórnvöld í þessum ríku Norðurlöndum, ættu að taka höndum saman og reyna að frelsa sem slesta úr þeim helvítum sem þessi velferðarsamfélög hafa búið mörgum þegnum sínum.  Búið þeim vegna þess að einhvern tíman gleymdu þau sér í þenslu og frjálshyggju.  Og maður sér það stundum í augum samborgara sinna hvað lífið og kapphlaupið eftir næsta kartöflupoka er þeim mikil kvöl og pína. 


mbl.is Helvíti andlegt frekar en líkamlegt?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Þessi lestur, ásamt því að hlusta á ungan yndislegan mann frá Tíbet er messan min í dag

Heiða B. Heiðars, 22.3.2008 kl. 15:30

2 Smámynd: Kreppumaður

Það er laugadagur, það á enginn að vera að messa.  Nema ég.  Kannski fer ég að standa á kassa niður á torgi og baula á lýðinn?

Kreppumaður, 22.3.2008 kl. 15:48

3 Smámynd: Sporðdrekinn

Þetta var góð lesning, þú hittir naglann á höfuðið Kreppumaður.

Sporðdrekinn, 23.3.2008 kl. 02:32

4 Smámynd: Bara Steini

Snilldar pistill.

Bara Steini, 23.3.2008 kl. 11:34

5 Smámynd: Kreppumaður

Takk fyrir hólið.

Kreppumaður, 23.3.2008 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband