22.3.2008 | 18:10
Ofboðsleg leti
Ég er svo latur að ég nenni ekki einu sinni að elda eða fletta bókinni sem ég er að lesa. Bíð eftir að fá heimsendann mat, reyndar fyrir tvo þótt ég sé einn, ég er ekki svona bjartsýnn að eiga von á óvæntum gesti í mat, heldur þarf ég þá ekki að hafa fyrir hádegismat á morgunn. En bókin mætti gjarnan vera sjálfflettandi í þessu letikasti. Hápunktur kvöldsins er svo sá að ég ætla að hlusta á Villtir strengir og vangadans rúmlega ellefu í kvöld. Það verður örugglega geðveikt rokk. Er smá fúll að myndirnar þrjár eftir John Ford sem ég pantaði komu ekki til landsins fyrir páska. Var eiginlega að stóla á 6 klukkutíma gláp á John Wayne leika í þrem myndum eftir nafna sinn Ford. En það bíður næstu helgi. En það er eitthvað svo gott að vera svona latur. Ég er meira að segja of latur til þess að argast út í tónlistarsmekk íbúana í neðra, vitandi það að þeir fara út áður en langt um líður. Gott að vera farinn að þekkja svona vel inn á hegðun þeirra. Er hættur að ergja mig á nábýlinu við þá. Það gætu verið verri nágranar. Til dæmis einhver sem æfir gömul þungarokkslög á gítar? Eða nágrannar sem eru alltaf að brjóta niður veggi. Eða koma upp og fá eitthvað lánað. Kannski ég opni eina rauðvín?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.