Að hlusta á þögnina

Var að glugga í bók með heildarútgáfu ljóða eftir Samuel Taylor Coleridge (1772-1834) og rakst á þessar línur úr frost at midnight sem ég geri ekki að klámi og hroða með því að reyna að snúa þeim, en birti á frummálinu: And extreme silentness.  Sea, hill, and wood/This populous villiage! Sea, hill and wood/Whit all the numberless goings-on life...  Ég var dálítið glaður að vita að menn hafa hugsað svipað og ég fyrir meira en hundrað árum.  Að við höfum fundið kyrrðina og þögnina og undrast yfir því að aðrir hafa ekki haft tækifæri til þess að skynja fegurðina í kringum sig?  En þetta ljóð minnir mig á önnur ljóð og jafnvel popptexta?  Kannski er fólk alltaf að hugsa það sama?  Að staldra við til þess að nema tíman og hans þunganið í fallandi laufum, snjó sem bráðnar?  Kannski erum við bara sum sem tökum eftir þessu?  Og þá bara stundum?  En ég man eftir stúlku sem dró mig stilla sumarnótt um langan veg bara til þess að sýna mér hvar uppáhaldsblómin hennar uxu á móti rauðri miðnætursól.  Mér þótti vænt um það.  Annars er erfitt að lesa 19. aldar ljóð hérna núna, partý á svölunum fyrir neðan, fólk kemur og fer.  Og hurðum er skellt aftur.  Ég reyni að hunsa það. Heyri bara það sem ég vill heyra og ætla mér ekki út.  ég læt ekki þessa vandali fæla mig út úr mínum kyrru og hlýju híbýlum sem eiga að vera griðastaður minn.  Staður þar sem ég sinni mínum sérviskulegu áhugamálum, staður þar sem ég get lesið ljóð löngu gleymdra skálda, staður þar sem ég á að geta setið og hlustað á þögnina og andardrátt þeirra sem áður bjuggu hérna.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hugsa það sama, það hugsaði ég þegar að ég flakkaði um flickr í dag. Nú langar mig ekki til að vera stelpa með myndavél lengur :/

Ragga (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 21:16

2 Smámynd: Kreppumaður

Iss, þú ert mjög fín með þína myndavél.  Og gerir margt mjög vel.  En stundum finnst manni heimurinn fullur af gömlum hugsunum, gömlum pælingum, og maður sé bara endurvarp af því sem áður var.

Kreppumaður, 22.3.2008 kl. 21:19

3 identicon

Nákvæmlega!

Ragga (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 22:47

4 Smámynd: Kreppumaður

En við vitum að það er í lagi að vinna með gömul stef, svo þetta er ekkert mál!

Kreppumaður, 22.3.2008 kl. 22:49

5 identicon

Ég er í tilvistarkreppu núna!

Ragga (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 22:52

6 Smámynd: Kreppumaður

Yfir hverju?

Póstmódernisminn segir að það sé í lagi að stela.  Tilvistarkreppur eru liðin tíð hjá listamönnum!

Kreppumaður, 22.3.2008 kl. 22:53

7 identicon

Reyndu að segja mér það aftur. Ef ég væri ekki kona þá myndi ég mála blóm eins og Eggert Péturs!

Ragga (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 22:55

8 Smámynd: Kreppumaður

Hehehe.... Eða eins og Pétur Gautur!  Still life.  Úff.  Það er fólk sem veit ekki hvað módernismi er?

Kreppumaður, 22.3.2008 kl. 22:58

9 identicon

Þú veist hvað ég meina.

Ragga (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 23:00

10 Smámynd: Kreppumaður

Kannski?  En stundum veit ég ekki hvað ég sjálfur meina svo það er erfitt fyrir mig að skilja aðra, en held samt að ég fari nærri því sem þú ert að hugsa?

Kreppumaður, 22.3.2008 kl. 23:03

11 identicon

Nógu nálægt.

Ragga (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 11:45

12 Smámynd: Kreppumaður

Cool.

Kreppumaður, 23.3.2008 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband