Að láta fokka upp í sér

Þegar ég var 18-19 ára voru margir kennarar sem kenndu mér að fokka í mér.  Einn sagði að ég ætti að leggja leiklistina fyrir mig.  Annar að ég yrði góður málari.  Sá þriðji að ég ætti að skrifa.  Sá fjórði að best væri að gera ekkert af þessu nema verða bara kennari og njótandi lista og drekka mikið.  Ég held að ég hafi ekki hlustað á neinn þeirra en samt alla.  Það var ekki fyrr en ég var kominn í Háskóla að ég uppgötvaði að þeir höfðu allir eitthvað til síns máls.  Ég sá þá að ég yrði aldrei fræðimaður.  Til þess er ég of mikill sveimhugi og ekki nógu einbeittur.  Ég vil geta leikið mér með það form sem ég er að vinna með í það og það skiptið.  Ég hallast samt að því í augnablikinu að ég hefði átt að gerast smiður eins og afi minn.  En ég leit mikið upp til hans þegar ég var drengur og hékk á verkstæðinu hans tímunum saman við að horfa á hann og karlana hans smíða.  Lyktin af sagi tengist honum alltaf.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allir mínir kennarar sögðu mér að fara í myndlist, sem og ég gerði... á endanum.

En það stórkostlega við myndlist er að allt er myndlist, ég get daðrað við öll þessi listform undir formerkjum myndlistar og ég geri það svo sannarlega... nema kenna, ef frá er talin listasögu aðstoðin sem ég gef samnemendum stundum. 

Ragga (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 21:04

2 Smámynd: Kreppumaður

Ég hefði átt að velja myndlistina (segi ég núna með hundleiðinlegt deadline til 15. apríl) því að hún býður upp á svo mikla möguleika.  Enda valdi bróðir minn hana, en hann hefði líka getað valið tónlist og jafnvel skrifað.  

En það er samt vont þegar kennarar fokka svona í fólki, ekki það að ég hafi ekki gert það líka og eigi smá í einum eða tveimur rithöfundum og myndlistarmönnum? 

En kannski er það nauðsynlegt að einhver hreyfi við manni og komi manni af stað?

Kreppumaður, 28.3.2008 kl. 21:10

3 identicon

Sýndist hann þess vegna getað hafa farið í módelbransann svona miðað við myndir sem ég sá af honum í laugarnesinu um daginn.

En það er nauðsynlegt að einhver hreyfi við manni, ég tel mig heppna að við mér er hreyft reglulega.

Aldrei of seint að skella sér í myndlist, ég ætti að vita það. 

Ragga (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 21:40

4 Smámynd: Kreppumaður

Bróðir minn er svo sem svipsterkur.  Við höfum það systkinin og það er fyndið hvað við höfum öll einhvern tíman verið beðin um að sitja fyrir og aldrei gert.  Erum ekki týpurnar í það, þaes að segja já. 

En já myndlist, verð sennilega eins og Sævar Karl, með nýnemunum um sextugt, fyrir sjálfan mig, ekkert annað... 

Það verður að hreyfa við fólki og láta hreyfa við sér.  En til þess er líka listin, hún hreyfir og kemur manni af stað!  Hvort sem það er setning, lag eða myndverk. 

Kreppumaður, 28.3.2008 kl. 21:46

5 identicon

Mikið rétt. Ég ætla að vona að mín myndlist geti hreyft við einhverjum, einhverntíma á endanum, bið ekki um meira.

Ég er nú samt nokk viss um að bróðir þinn hafi þó sagt já, allavega einu sinni! 

Ragga (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 22:00

6 Smámynd: Kreppumaður

Já bróðir minn hefur pósað nokkrum sinnum og systir mín lék í videoi fyrir the Brian Johnestown Massacee, en það var bara greiði fyrir Anton fíflið.  Ég reyndar sagði alltaf nei í þau skipti sem ég var beðinn um eitthvað svoleiðis í denn.  Og núna mundi enginn vilja láta mig pósa nema sem lík í fjöldagröf.

Og vertu viss, myndirnar þínar hreyfa við fullt af fólki, ekki bara gömlum körlum sem hafa ekkert betra að gera en kommenta hjá þér.  En það er líka það sem sker úr um það hvort list sé list eða föndur - hreyfir það við fólki! 

Kreppumaður, 28.3.2008 kl. 22:06

7 identicon

Þær myndir sem ég sá í skólanum voru að mig minnir fyrir Jón nokkurn sem kennir sig við dauðan.

Fyndið að þú skulir minnast á föndur og list, ég er einmitt að skrifa rigerð nálægt því efni... svona á milli þess sem ég stelst á netið, mér gengur ágætlega, er áhyggjulaus. 

Gleður mig að þú skemmtir þér yfir kommentakerfinu mínu. 

Ragga (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 22:14

8 Smámynd: Kreppumaður

Já Jón hefur reyndar fengið okkur öll til þess að pósa en það er bara því að hann er fjölskylduvinur.  Og telst ekki með. 

Ég hef lúmsk gaman af aðdáendum þínum já.  Hvort sem þú þekkir þá eða ekki en það er alltaf sama hrifningin.  Aldrei hallað á þig.  Aldrei.

Ég er búinn að endurskrifa svona 30 bls í dag og er orðinn hundleiður og langar út eða eitthvað...  En  geri það ekki, það verða verðlaun á morgun ef ég næ að fara í gegnum 60 bls fyrir 9 annað kvöld.

Kreppumaður, 28.3.2008 kl. 22:18

9 identicon

Takk. 

Mín verðlaun tók ég fyrirfram í dag, fór á opnun, sopi af rauðvíni og málverk. Nú skrifa ég með pönk í eyrum, svona í anda ritgerðarinnar... það er ekki verra.

Ragga (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 22:37

10 Smámynd: Kreppumaður

Pönk er alltaf til bóta.  Og tónlist hjálpar manni oft til þess að skrifa. Er orðinn sökker fyrir íslenskum tangóum frá 1950-1960.  Margt verra en það!

Kreppumaður, 28.3.2008 kl. 22:41

11 identicon

Hugsa bara um listræn brjóst þegar að ég hugsa um tangó... held ég hafi sagt þér afhverju, synd!

Ragga (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 22:50

12 Smámynd: Kreppumaður

Tangótónlist er bara falleg.  Var að hlusta á gamlan íslenskan sem er svo tregafullur að öll brjóst munu bifast sem heyra það lag.

Kreppumaður, 28.3.2008 kl. 22:57

13 identicon

Ég er alveg sammála og dansinn er það líka, dans sem mig dauðlangar að læra einhvern daginn

Ragga (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 23:07

14 Smámynd: Kreppumaður

Reyndi það með fyrrum konu minni en endaði alltaf á barnum að horfa á hana með kennaranum.  Þegar ég dansa er ég eins og Jarvis Cocker á miklu amfetamíni - ekki fögur sjón!

Kreppumaður, 28.3.2008 kl. 23:12

15 identicon

Hah! Þú ert nefnilega ekkert ósvipaður Cocker, það litla sem ég hef séð af þér.

Ragga (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 23:21

16 Smámynd: Kreppumaður

Þá ættirðu að sjá mig dansa - það er ófögur sjón, hárið ofan í augun og líkaminn hristist!  Kannski ég ætti að fara út að fá mér snúning?  (Stolið frá Gyrði Elíassyni þegar hann sagði eitt sinn við mig fyrir 16 árum: eigum við kannski að kíkja á grjótið og fá okkur snúning?)  Grjótið var þá aðal þungarokksstaðurinn, gaddavír á hátölurunum!  Og góðskáld okkar Íslendinga ólíklegastur manna til að hanga þar.

Kreppumaður, 28.3.2008 kl. 23:33

17 identicon

Ég sá þig aldrei dansa, ég kinkaði bara kolli yfir barborðið á Sirkús og fór svo sjálf og steig trylltan dans, djöfull var þetta gott kvöld, snilld!

En fáir dansa eins snilldarlega og Cocker, hann er bara snillingur í snúningnum. 

Ragga (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 23:41

18 Smámynd: Kreppumaður

En þetta var fimmtudagur eða miðvikudagur og ég mjög tussulegur að koma á barinn eftir erfiðan vinnu dag og ekki að fara að stíga nein spor.  Og hef ekki gert lengi, ekki síðan systir mín var á landinu.  Dansa helst ekki við ókunnugt kvenfólk.

Kreppumaður, 28.3.2008 kl. 23:48

19 identicon

Fimmtudagur og Biggi í Maus var að brillera með músíkina, oldies. Við vorum flokkur af myndlistadömum í mjög svo trylltum dansi, hver sem er þorði heldur ekki í okkur.

Nú sakna ég Sirkús smá. 

Ragga (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 00:07

20 Smámynd: Kreppumaður

Ég geri það líka.  Kannski ástæða fyrir því að ég er ekki búinn að troða mér í alltof þröng svört jakkaföt og setja upp skyggð gleraugu og farinn að dansa.  Það eru fáir staðir sem umbera menn eins og mig í dag.  Eftir að Sirkús dó.

Kreppumaður, 29.3.2008 kl. 00:09

21 Smámynd: Kreppumaður

Ég dansaði of mikið með bjórinn sem ég var að ná í, hann fór hálfur á gólfið þegar ég opnaði hann. 

Kreppumaður, 29.3.2008 kl. 00:11

22 identicon

Hélt þú hafðir sagt að þú hafðir ekki ætlað að stíga nein spor... hver stenst svo sem þau gömlu góðu sem þá ómuðu.

Ef strákarnir væru ekki sofandi þá myndi ég blasta og dansa! 

Ragga (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 00:25

23 Smámynd: Kreppumaður

ég er að skrifa og verð að því næstu dagana.  En leyfi mér smá rauðvín og bjór og að blasta tónlist.  Lifi þetta af.

Kreppumaður, 29.3.2008 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband