Biturleiki og bleik nærföt

Og ég man að ég kom heim og gekk inn í svefnherberið og hún lá í rúminu í bleikum nærfötum og bláum fótbotnskokkum og reykti og var að lesa í tímariti. Og ég hallaði mér að karminum í dyrargættinni og losaði bindi og spurðu hvernig dagurinn hafði verið.  Og hún leit á mig með þessum brúnu augum, svo ofboðslega löng og grönn og drap í sígarettunni og sagði: ég saknaði þín. Og ég hló og sagði: ég trú því varla.  Og hún reisti sig upp í rúminu og sagði: þú ert orðinn svo horaður að ég held að þú sért ekki hamingjusamur.  Bull sagði ég og settist á rúmstokkinn og horfði á hana: flestir karlmenn í heiminum mundu saga af sér löppina fyrir þig!  Og hún vatt sér að mér og kyssti mig og ég fann ilminn af henni, fann fyrirlíkamanum og fann að ég var ekki sæl. Og ég yrði það aldrei.  Hvorki með henni, né nokkurri annarri... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Iss maður veit ekkert í sinn haus. Maður heldur það bara.... svo snýr maður sér í hálfan hring og öll aldrei-in breytast í strax

Voðalega er kreppumaðurinn angurvær í kvöld:)

Heiða B. Heiðars, 29.3.2008 kl. 01:15

2 Smámynd: Kreppumaður

Hann er að skrifa... Það dregur fram mjúkar tilfinningar!

Kreppumaður, 29.3.2008 kl. 01:17

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Noh! Ekkert verið að hangsa við hlutina!
Mamma þín verður amk ánægð með þig;)

Heiða B. Heiðars, 29.3.2008 kl. 01:21

4 Smámynd: Kreppumaður

Mamma mín yrði ánægðust ef ég væri óskrifandi og ólæst og ynni á bensínstöð.  Þá yrði ég ekki til vandræða.

Kreppumaður, 29.3.2008 kl. 01:24

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég hef trú á þér! Viss um að þú færir létt með að vera til vandræða ólæs og óskrifandi á bensínstöð

Heiða B. Heiðars, 29.3.2008 kl. 01:27

6 Smámynd: Kreppumaður

ég verð allsstaðar til vandræða.  En það mundi draga úr þeim ef ég væri ólæs og óskrifandi.

Kreppumaður, 29.3.2008 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband