Partý, partý...

Partýið sem hófst á neðri hæðinni klukkan fimm í morgunn virðist ekkert vera að hætta.  Og það versta er að annar gauranna er búinn að ná sér í kvenmannsbelg sem liggur svo hátt rómurinn að hún yfirgnæfir rapptaktinn þegar hún þarf athygli.  Og já, núna er hún að þakka fyrir veigarnar sem hún hefur fengið í nótt með þessum ótrúlegu öskrum og stunum að ég vildi óska að einhver gæti hækkað aðeins í rappinu.  Ég er farinn út að ganga þennan viðbjóð úr höfðinu á mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergur Thorberg

Kannski hittumst við á götu í dag. Ég er farinn út að ganga annan viðbjóð úr höfðinu á mér. Hann tengist því sem er ennþá í gangi á efri hæðinni.

Bergur Thorberg, 29.3.2008 kl. 15:01

2 Smámynd: Kreppumaður

Ef það væri kjallari hérna, þá mundi ég halda að þú byggir þar.  Er kominn inn og partyið er ENN í gangi!

Kreppumaður, 29.3.2008 kl. 16:50

3 identicon

Eðal nágrannar bara.

Ragga (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 17:06

4 Smámynd: Kreppumaður

Ég hélt að svona pakk byggi í hjólhýsum eða tjöldum í Laugardalnum.  ÞEtta er búinn að vera leiðinda rappmánuður.  Og mér heyrist á öllu núna að fleira fólk hafi verið að mæta í samkvæmið.

Kreppumaður, 29.3.2008 kl. 17:15

5 identicon

Ég hefði giskað á Reykjanesið sjálf.

Ragga (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 17:37

6 Smámynd: Kreppumaður

Helvítis djöfulsins andskotans...  Ég er búinn að vera frekar umburðalyndur síðustu 29 daga en núna er ég búinn að fá upp í kok!

Kreppumaður, 29.3.2008 kl. 17:42

7 identicon

Ég skil það bara ansi vel!

Ragga (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 17:46

8 Smámynd: Kreppumaður

Það er ekki vinnufriður hérna og ég heyri ekki í tónlistinni sem ég sjálfur spila.  Ætla að prófa þokulúðurinn Pavarotti, sjáum hvað hann nær að yfirgnæfa!

Kreppumaður, 29.3.2008 kl. 17:48

9 identicon

Heddfónar?

Ragga (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 18:01

10 Smámynd: Kreppumaður

Pavarotti dugar í bili.

Kreppumaður, 29.3.2008 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband