29.3.2008 | 17:40
Forsíðurfréttin á morgunn
Ég hef ekki rakað mig í nokkra daga. Það er svo sem allt í lagi en ég fíla það samt alltaf betur að vera slétt rakaður en með brodda eða skegg. Verst að ég efast um að ég geti rakað mig strax. Ekki það að hér sé ekki til krem, sápa og rakblöð. Nei, húsið hristist svo mikið í augnablikinu undan helvítis teknóvinu að ég mundi skera mig á háls ef ég reyndi að raka mig. Og núna rétt í þessu heyrðist mér eins og eitthvað væri að brotna. En það sem ég hata mest er þessi kvenrödd sem stundum yfirgnæfir allt. Áðan stóð hún úti á svölum og var að garga í símann og ég heyrði hvert einasta orð. Hún var að bjóða vinkonum sínum yfir til að drekka, borða pizzu, hitta strákana, mála sig fyrir kvöldið... Ég vona að það þýði að þetta skítapakk ætli út á barinn. ég ætla líka að þakka stjórnvöldum fyrir það hvað aðgengi að handvopnum er takmarkað á Íslandi. Ef vopna löggjöfin væri hér eins og sumstaðar í Bandaríkjunum væri ég núna að koma heim með tvær íþróttatöskur fullar af allskonar byssum og skotfærum og yrði pottþétt sú frétt á morgun sem allir bloggarar mundu teika!
Athugasemdir
Kræst! Átt samúð mína alla! Ömurlegt að búa við svona umsátur!
Heiða B. Heiðars, 29.3.2008 kl. 17:59
Það verður gerð heimildamynd um þetta blóðbað sem er í vændum ef þessu fer ekki að linna!!!
Kreppumaður, 29.3.2008 kl. 18:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.