Millistríðsárin mín

Og svo allt í einu þögn.  Og nú veit ég hvernig hermönnunum í fyrriheimstyrjöldinni leið ellefta nóvember, ellefu mínútur yfir ellefu þegar byssurnar þögnuðu og þeim var tilkynnt að martröðinni væri loksins lokið.  Þeir voru ringlaðir og hissa.  Engar drunur, engir titrandi veggir í skotgröfum.  Bara þögn og svo allt í einu í fjarska, lítill fugl sem kvakar.  En þeir vissu ekki það sem ég veit.  Að á eftir fyrri heimstyrjöldinni kom sú síðari, blóðugri, lengri og endaði á kjarnorkuárás.  Hef það á tilfinningunni að hún hefjist milli fjögur og fimm í nótt.  Horfði á eftir helvítis Pólverjunum og glyðrunum þeirra troða sér í tvo leigubíla með flöskur í poka.  Vonandi hafa þeir ruglast og sagt götuheiti í Varsjá og verða keyrðir þangað.  Nei, við erum eyja, þeir yrðu aldrei keyrðir lengra en út á Leifsstöð.  Ætla að nota tíman þangað til þeir snúa aftur eins og fólk notaði tíman á milli styrjalda.  Í bjartsýni, svo drykkju, loks kreppu og svo þunglyndi vegna yfirvofandi styrjaldar.  Ætla að lesa ævisögu Churchill til þess að undirbúa mig undir átök, á lofti, láði og legi.  Fokk hvað ég er svartsýnn núna!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli þau hafi flúið Pavarotti?

Ragga (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 19:14

2 Smámynd: Kreppumaður

Vonandi.  Þá er ég kominn með yfirhöndina og get skilið Pavarotti eftir á fullu á meðan ég held til vinnu.

Kreppumaður, 29.3.2008 kl. 19:15

3 identicon

Pínu skemmtileg tilhugsun, Pavarotti og rapp í sama húsinu.... á blasti.

Ragga (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 20:43

4 Smámynd: Kreppumaður

En rappið er hljóðnað og ég rifja upp gömul kynni við The Smiths, þökk sé þér!  Ekki að það geri mig samkvæmishæfari en gaulið í Pavarotti.

Kreppumaður, 29.3.2008 kl. 20:45

5 identicon

Verði þér að því, Smiths eru góðir, mjög góðir á laugardagskvöldi og henta einstaklega vel þegar að maður þarf að skrifa, ég er enn í ritgerðasmíðum en í þetta skipti með Smiths í eyrum.

Ragga (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 21:00

6 Smámynd: Kreppumaður

Er annars að hugsa um að skipta þeim út fyrir Style Council eða the Jam, hef ekki hlustað á þær sveitir lengi.  Gott að hanga í fortíðinni til svona ca 23.00

Kreppumaður, 29.3.2008 kl. 21:06

7 identicon

Heh, ég skipti reyndar yfir í the Cure, þökk sé öðru bloggi, svona er maður áhrifagjarn.

Ragga (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 21:08

8 Smámynd: Kreppumaður

Ekki orð meira um þá annars ýfi ég á mér hárið og mála varirnar og fer að dansa abstrakt dansa í eldhúsinu!

Kreppumaður, 29.3.2008 kl. 21:09

9 identicon

það væri ég reyndar meira en lítið til í að sjá!

Ragga (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 21:12

10 Smámynd: Kreppumaður

Held að það væri ekki fögur sjón.  Það fer ekki mönnum eftir þrítugt að mála sig!!!

Kreppumaður, 29.3.2008 kl. 21:19

11 identicon

Ég held það sama en fyndið gæti það orðið.

Ragga (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 21:29

12 Smámynd: Kreppumaður

Varalitur og yfirvaraskegg eiga ekki saman.  Aldrei!

Kreppumaður, 29.3.2008 kl. 21:43

13 identicon

Mæli með dansi við 10:15 saturday night, það er viðeigandi þótt varaliturinn sé það kannski ekki, við yfirvaraskegg.

Ragga (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 21:47

14 Smámynd: Kreppumaður

Eitt af mínum uppáhöldum þegar ég var 14-15!  Hef nú oft kyrjað það fullur!

Kreppumaður, 29.3.2008 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband