Kerúbar fóru hjá

Þegar ég frétti af dauða kunningjakonu minnar hugsaði ég með mér að það ætti að vera til ljóð sem héti ,,Kerúbar fóru hjá" og fjalla um það að sum okkar sjá engla og sum okkar sjá aldrei neitt.  Ég sé aldrei neitt.  Nema gervihnatta diskana á húsþökunum í bakgarðinum, nema hellurnar sem mynda munstur á gangstéttinni hérna fyrir neðan svalirnar...  En ég man að í gamla daga, fyrir áratug eða meira sagði þessi stúlka mér stundum frá því sem hún sá.  Og hún sá ekki bara myndir sem hún síðar málaði, hún sá ekki bara lauka spretta úr moldu, hún sá líka að himininn var dökkur en ekki heiðblár.  En fyrir þá sem trúa, fyrir þá sem halda að það sé til guð, fyrir þá sem halda að það séu til englar, ætti að vera til ljóð sem héti kerúbar fóru hjá...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta eru falleg eftirmæli.  Verulega falleg.

Takk fyrir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.3.2008 kl. 21:33

2 Smámynd: Kreppumaður

Hvað er hægt að segja?  Á maður ekki að minnast allra sem maður þekkir, líka þótt að kunningsskapurinn hafi verið erfiður og ekki alltaf a´sömu forsendum?

Kreppumaður, 29.3.2008 kl. 21:45

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jú rétt hjá þér, en það er ekki öllum gefið að geta skrifað fallega um fólk.  Allskonar fólk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.3.2008 kl. 00:23

4 Smámynd: Kreppumaður

Eða ekki um fólk.  Oft er bara betra að skrifa um það sem maður heldur að hafi verið fólk.  Því að við erum ekki öll fólk.

Kreppumaður, 30.3.2008 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband