Gefst upp

Búinn að gefast upp á skriftum í kvöld.  Gefst upp og gef mig tónlist og dansi á vald.  Og þeirri staðreynd að ríkið er farið að selja rauðvínsflöskur sem leka.  Ég held að það sé liður í því að halda okkur sæmilega allsgáðum.  Best að ég fái mér snúning í eldhúsinu og sjái hvað sé til mikið af vondum bjór?  En eitt er pottþétt - ég ætla ekki út fyrir hússins dyr!  Nema að partýið byrji því fyrr - þá er ég farinn og kem ekki aftur fyrr en á mánudaginn eða eitthvað? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Segi það aftur, 10:15 og smá varalitur, bara ávísun á gott kvöld... það ætti allavega að hræða rappandi nágranna í burtu.

Ragga (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 22:10

2 Smámynd: Kreppumaður

Er ekki viss, þeir eru ekki vandlátir. Þeir mundu sennilega bara vilja sofa hjá mér, mundu horfa framhjá yfirvara skegginu og sjá bara rauðan varalit og tengja það konum!

Kreppumaður, 29.3.2008 kl. 22:11

3 identicon

Yfirvaraskeggið eitt og sér ætti þá að hræða þá.

Ragga (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 22:15

4 Smámynd: Kreppumaður

Þeir eru Pólverjar, snoðaðir með hýjung á efri vör.

Kreppumaður, 29.3.2008 kl. 22:19

5 identicon

Úbbss :S

Ragga (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 22:20

6 Smámynd: Kreppumaður

Viltu ekki bara að ég sendi þá í Hafnafjörðinn til þín?

Kreppumaður, 29.3.2008 kl. 22:24

7 identicon

Nei takk ómögulega. Ég á frábæra nágranna. Einu "óhljóðin" sem ég heyri er þegar að einn nágrannin fer út að reykja og hóstar hressilega, angrar mig ekkert.

Ragga (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 22:28

8 Smámynd: Kreppumaður

Ég á víst nágranna frá helvíti.  Ætla að leggja hausinn í bleiti og pæla í því hvernig ég get klekkt á þeim í framtíðinni?  Kannski ég fari bara að vera með nafnlausar ábendingar til lögreglunnar um að spíttsala farai fram hérna í Pósthússtrætinu?

Kreppumaður, 29.3.2008 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband